Það eru n þátttakendur á tennismóti. Mótið er með útsláttarfyrirkomulagi og keppt er í einliðaleik. Hversu margir leikir þurfa að fara fram til að hægt sé að ákvarða sigurvegarann?
There are n players in an elimination-type singles tennis tournament. How many matches must be played to determine the winner?
Lausnin á strætógátunni
Mörg áhugaverð svör bárust (sérstaklega stærðfræðilega nálgunin hjá Haffa) og flest voru þau rétt. En ef maðurinn (í gátunni) er einn og hálfan tíma til og frá vinnu með því að labba og taka strætó þá er hann þrjá tíma að fara tvær ferðir fram og til baka (labbar tvisvar og tekur strætó tvisvar) og ef við drögum frá hálftímann sem strætóferðirnar taka þá stendur eftir að það tekur manninn tvo og hálfan klukkutíma að labba fram og til baka.
Answer to the bus riddle is two and a half hours.
laugardagur, janúar 06, 2007
miðvikudagur, desember 27, 2006
Jólin í neðra
Jóladagurinn fór svo í það að melta allan þennan mat og annar í jólum fór að mestu í að skila honum til baka í holræsakerfi Christchurch borgar.
Á myndinni hér til hliðar er Carolyn með sjálfan jólaköttinn sem heimsóttir okkur óvænt og það sést glitta í jólatréð í bakgrunni (og nokkra pakka).
Carolyn gaf mér fimm vestra í jólagjöf og er ég búinn að horfa á þá alla. Einnig er ég búinn að gera nokkrar krossgátur sem ég fékk að gjöf frá Króknum og hlusta á hljómdisk Baggalúts nokkrum sinnum. Við Carolyn fengum einnig góðar gjafir frá Mikka og Rósí (landslagsmyndabók af Nýja Sjálandi) og Kiwifuglunum (bók með gönguleiðum á Nýja Sjálandi). Það er því alveg ljóst að jólasveinninn hefur fengið upplýsingar um breytt heimilisfang frá því um síðustu jól.
Hef þetta ekki lengra að sinni - jólakveðjur
HELGAHAUGUR
Nálægt Miklavatni í Fljótum er Helgahaugur. Það er haugur Helga nafars landnámamanns. Í hann var eitt sinn grafið og sýndist þá þeim sem voru að grafa að Barðskirkja væri að brenna. Hættu þeir þá við, en þetta var missýning. Fóru menn svo aftur að grafa og sáu sömu missýning, en gáfu sig nú ekki að því. Þá sýndist þeim Miklavatn flóa upp í kringum allan hauginn og flúðu við það burt. Síðan hefir ekki verið í hauginn grafið svo kunnugt sé.
(JÓN ÁRNASON (2003) Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III, bls. 351, Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóðsaga.)
HVARFSHÓLL
Hvarfshóll er hóll einn kallaður nokkuð langt fyrir innan bæinn á Hjarðarhaga á Jökuldal. Eitt sinn vóru þar tveir menn á ferð -- var annar maðurinn forfaðir þeirra svokölluðu Eyjaselsbræðra í Hróarstungu -- og er þeir komu að hólnum sjá þeir þar liggja ósköpin öll af útbreiddu skarti til þerris ásamt öðrum munum. Óættfærði maðurinn vildi við engu snerta, en hinn tók hníf og klút, segja sumir. Nóttina eftir dreymir hann að kona úr Hvarfshólnum koma til sín og spyrja hví hann hafi hnuplað frá sér fé sínu og ennfremur mælti hún: "Það legg ég á þig að þú sjálfur skalt hálfviti verða og ætíð einhver einn í ætt þinni allt í níunda lið." Síðan er enn einhver brjálaður í þeirri ætt.
(JÓN ÁRNASON (2003) Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III, bls. 67, Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóðsaga.)
laugardagur, desember 23, 2006
"SEINAST MUN ÉG FLOTINU NEITA"
Kall nokkur settist á krossgötur á gamlaársnótt með öxi í höndum og einblíndi í egg hennar. Nú kom álfafólkið og fór að ávarpa hann og bjóða honum alla hluti, gull og gersemar, dýrindis klæði og krásir, þangað til einn býður hönum flot, þá segir kalltetrið: "Seinast mun ég flotinu neita," enda ærðist hann þá.
(JÓN ÁRNASON (2003) Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III, bls. 177, Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóðsaga.)
fimmtudagur, desember 14, 2006
SELURINN OG SKATAN Í LAGARFLJÓTI

Skatan liggur barðabreið
und báruglaumi,
snýr upp hrygg og engu eirir
undan Straumi.
und báruglaumi,
snýr upp hrygg og engu eirir
undan Straumi.
Annar óvættur er sá í Lagarfljóti er margt mein gerði. Það er selur einn stór og mikill. Hann liggur undir fossinum í Lagarfljóti utar en skatan. Hann var og að lyktum kveðinn fastur við klettinn undir fossinum og þar liggur hann og má sig engum til meins hreyfa.
(JÓN ÁRNASON (2003) Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I, bls. 636, Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóðsaga.)
sunnudagur, desember 03, 2006
Læstum okkur úti

Myndin hérna fyrir ofan er tekin af nýsjálenskum rollum á beit - ef einhver skyldi vera í vafa.
Kveðja,
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Gáta númer 2 -- riddle number 2
Jæja, þá er komið að því að skella fram annarri gátu!
Ef að maður labbar til vinnu sinnar og tekur strætó heim þá er samanlagður ferðatími hans einn og hálfur klukkutími. Ef hann tekur strætó báðar leiðir þá er samanlagður ferðatími hans þrjátíu mínútur. Hve langan tíma tæki það hann að labba báðar leiðir?
If a man walks to work and takes the bus back home it takes him an hour and a half. When he takes the bus both ways it takes thirty minutes. How long would it take him to make the round trip by walking?
Lausnin á hænugátunni.
Mörg góð svör bárust og má vera að til séu hænsnakofar (eða hálfir) þar sem hin mismunandi svör passa við. En í þeim hænsnakofa sem ég gáði í þá var rétt svar 28 egg. Því að ef 1.5 hæna verpir 1.5 eggi á 1.5 degi þá verpir 1.5 hæna 1.5x(14/3) eggjum á 1.5x(14/3) dögum og 1.5x(4) hænur verpa því 1.5x(14/3)x(4) eggjum á 1.5x(14/3) dögum. Þ.e. 1.5x(4) = 6 hænur verpa 1.5x(14/3)x(4) = 7x(4) = 28 eggjum á 1.5x(14/3) = 7 dögum.
Answer to the hen riddle is 28 eggs.
Ef að maður labbar til vinnu sinnar og tekur strætó heim þá er samanlagður ferðatími hans einn og hálfur klukkutími. Ef hann tekur strætó báðar leiðir þá er samanlagður ferðatími hans þrjátíu mínútur. Hve langan tíma tæki það hann að labba báðar leiðir?
If a man walks to work and takes the bus back home it takes him an hour and a half. When he takes the bus both ways it takes thirty minutes. How long would it take him to make the round trip by walking?
Lausnin á hænugátunni.
Mörg góð svör bárust og má vera að til séu hænsnakofar (eða hálfir) þar sem hin mismunandi svör passa við. En í þeim hænsnakofa sem ég gáði í þá var rétt svar 28 egg. Því að ef 1.5 hæna verpir 1.5 eggi á 1.5 degi þá verpir 1.5 hæna 1.5x(14/3) eggjum á 1.5x(14/3) dögum og 1.5x(4) hænur verpa því 1.5x(14/3)x(4) eggjum á 1.5x(14/3) dögum. Þ.e. 1.5x(4) = 6 hænur verpa 1.5x(14/3)x(4) = 7x(4) = 28 eggjum á 1.5x(14/3) = 7 dögum.
Answer to the hen riddle is 28 eggs.
laugardagur, nóvember 11, 2006
Til hamingju Nóra
Helga gerði sér lítið fyrir og sigraði í stuttleikritasamkeppni með leikritinu Undinn upp á þráð - bráð. Mastersnámið er greinilega að skila sér :-)
Til hamingju Helga...
Til hamingju Helga...
föstudagur, nóvember 10, 2006
Sáningu lokið

Annars er mest lítið að frétta svesum - ég var að fá leyfi til að vinna fulla vinnu í sumarfríinu - þurfti víst að sækja sérstaklega um það - þannig að ætli næsta verkefni hjá mér verði þá ekki að reyna að finna einhvað sumarjobb.
Myndin hérna fyrir ofan er að Carolyn (til vinstri) og Shawna nágranni okkar (til hægri). En Shawna er líka frá Oregon USA (eins og Carolyn) og vinnur sem nuddari heima hjá sér. Það er þá allavega ekki langt að fara ef maður á einhvern tíman eftir að láta sér detta í hug að fara í nudd. Myndin hérna fyrir neðan er svo af garðyrkjubóndanum sjálfum eftir sáningu - vonandi verður hann jafn borubrattur eftir uppskeruna!

Guy Fawkes nóttin var haldin hátíðleg með tilheyrandi flugeldasýningu þann 5. nóvember síðast liðinn. En ár hvert, þann dag, er flugeldum skotið hér upp líkt og um nýársnótt væri að ræða. Tilefnið er að þennan dag árið 1604 var náungi að nafni Guy Fawkes tekinn höndum fyrir tilraun til að sprengja upp þingið í Englandi - því að hann var víst eitthvað á móti stjórninni og kónginum, James I (þið getið lesið nánar um það undir krækjunni hér að ofan). Og vegna þess að Kiwi-ar (Nýsjálendingar eru kallaðir Kiwi) eru ekkert annað en gamlir Englendingar þá er barst þessi siður hingað frá Englandi með innflytjendum.
Ég hef þetta ekki lengra í beli, beð að heilsa,
Einar Örn
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)