föstudagur, nóvember 10, 2006

Sáningu lokið

Þá er sáningu formlega lokið - í svona hérumbil 30 fermetra. Ég er nú ekki alveg með það á hreinu hvað fór niður en þar á meðal voru kartöflur, gulrætur, gúrkur, laukar og eitthvað af káli. Svo er bara að sjá hvort það verður einhver uppskera - fyrir utan arfa.

Annars er mest lítið að frétta svesum - ég var að fá leyfi til að vinna fulla vinnu í sumarfríinu - þurfti víst að sækja sérstaklega um það - þannig að ætli næsta verkefni hjá mér verði þá ekki að reyna að finna einhvað sumarjobb.

Myndin hérna fyrir ofan er að Carolyn (til vinstri) og Shawna nágranni okkar (til hægri). En Shawna er líka frá Oregon USA (eins og Carolyn) og vinnur sem nuddari heima hjá sér. Það er þá allavega ekki langt að fara ef maður á einhvern tíman eftir að láta sér detta í hug að fara í nudd. Myndin hérna fyrir neðan er svo af garðyrkjubóndanum sjálfum eftir sáningu - vonandi verður hann jafn borubrattur eftir uppskeruna!


Guy Fawkes nóttin var haldin hátíðleg með tilheyrandi flugeldasýningu þann 5. nóvember síðast liðinn. En ár hvert, þann dag, er flugeldum skotið hér upp líkt og um nýársnótt væri að ræða. Tilefnið er að þennan dag árið 1604 var náungi að nafni Guy Fawkes tekinn höndum fyrir tilraun til að sprengja upp þingið í Englandi - því að hann var víst eitthvað á móti stjórninni og kónginum, James I (þið getið lesið nánar um það undir krækjunni hér að ofan). Og vegna þess að Kiwi-ar (Nýsjálendingar eru kallaðir Kiwi) eru ekkert annað en gamlir Englendingar þá er barst þessi siður hingað frá Englandi með innflytjendum.

Ég hef þetta ekki lengra í beli, beð að heilsa,

Einar Örn

2 ummæli:

Unknown sagði...

The guy in the picture looks a little fatty fat fat doesn't he?

jazz sagði...

...once a farmer, always a farmer...
...but at least you get to do in
better weather... : )
...glad to hear things are working
out over there...