fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Gáta númer 10 -- riddle number 10

Drós kemur inn í blómabúð og kaupir x rósir fyrir y krónur (x og y eru heiltölur). Þegar hún er að fara út úr búðinni segir blómasalinn, "Ef þú kaupir tíu rósir í viðbót sel ég þér allar rósirnar á 2 krónur, og þú munt spara 80 aura fyrir hverja tylft af rósum". Finnið x og y.

A girl entered a store and bought x flowers for y dollars (x and y are integers). When she was about to leave, the clerk said, "If you buy ten more flowers I will give you all for $2, and you will save 80 cents a dozen." Find x and y.


Lausnin á punkta-gátunni

Þessi gáta reyndist auðveld fyrir Stein (en ég er enn að bíða eftir lausninni í pósinum) þannig að hér læt ég fyglja með lausn sem er ekki nálægt því jafn frumleg. En ef þið hugsið ykkur að tengja sérhverja tvo punkta saman með beinni línu og búa svo til punkt fyrir utan hringinn sem ekki snertir neina af þessum línum, þá er hægt að búa til beina línu sem er vinstra megin við hringinn og gengur í gegnum þennan punkt. Ef svo þessi lína er hreyfð yfir hringinn en alltaf látin ganga í gegnum punktinn utan við hringinn, þá fer línan alltaf yfir einn punkt í einu (vegna þess að hún er ekki ein af línunum sem tengja sérhverja tvo punkta saman). Nú er svo bara hægt að búa til kaffi og telja punktana sem línan fer yfir og stoppa þegar búið er að telja upp í milljón!

Answer to the point-riddle is: Yes, it is possible..

mánudagur, nóvember 12, 2007

Felti

Fór í smá mælingartúr síðasta föstudag - keyrðum reyndar niður eftir á fimmtudeginum og mældum á föstudeginum. Samskonar túr og um daginn nema hvað í þetta skipti vorum við aðeins sex (í stað 30 síðast). Ég kem til með að nota þessar mælingar í mastersverkefninu og var mæld snjódýpt og eðlismassi. Einnig var komið fyrir myndavél sem mun taka sex myndir á sólarhring, til að fylgjast með snjóþekjunni.
Veðrið var alveg svakalega gott og sást Mount Cook mjög vel, en það er hæsta fjallið á Nýja Sjálandi (3756 metrar). Efri myndin er af því, tekin úr rúmlega 40 km fjarlægð. Neðri er af Tasman jöklinum, sem er stærsti jökullinn á Nýja Sjálandi (Mount Cook sést þarna vinstra megin í fjærhlíð Tasman-dalsins) og er þessi mynd tekin í þyrlunni. Fleiri myndir má sjá hér.