sunnudagur, apríl 27, 2008

Gáta númer 12 -- riddle number 12

Þessi gáta kemur frá Hreini...

Bóndasonur borinn var.
Buxur vart til skifta.
Flestar konur fráskildar.
Fjölda ekki takmarkar.

Sama orðið ráðning hverrar línu.


Lausnin á þrasta-gátunni

Tvisvar sinnum fjórir eru átta þannig að tvisvar fjórir og tuggugu eru tuttugu og átta. Það voru því tuttugu og átta svartþrestir sem sátu úti í rigningunni. Einn sjöundi hlutinn var skotinn, þ.e. fjórir (því tuttugu og átta deilt í sjö eru fjórir). Nú, þegar þessir fjórir fuglar voru skotnir þá flugu hinir tuttugu og fjórir í burtu þannig að eftir voru fjórir svartþrestir.

Svarið er því að fjórir svartþrestir urðu eftir.

Answer to the blackbird-riddle is: Four blackbirds remained (the twenty-four, the ones that were not shot, flew away).

föstudagur, apríl 04, 2008

Eyglýst eftir skrefara

Auglýsi eftir skrifara í tímabundið starf - þarf að geta hafið ströf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað.

Helstu verkefni:

Skrifa mastersritgerðina mína.

Laun:

Engin

Starfstími:

Frá og með deginum í dag til júlíloka.

Mikið er lagt upp úr góðum starfsanda. Ekki láta gott tækifæri fara forgörðum - sæktu strax um!