miðvikudagur, desember 27, 2006

Jólin í neðra

Jólin í neðra fóru í alla staði mjög vel fram. Það var skýjað og rigningsamt dagana fyrir aðfangadag þannig að maður varð minna var við að það væri hásumar. Við fórum í mat til Kiwifuglanna (sjá krækjuna til hægri) og voru þar líka gestkomandi Mikki og Rósí. Þar var snæddur gómsætur jólamatur sem samanstóð af kalkúni, humri, ..., og ís (eftir minni). Svo voru opnaðir pakkar og nokkrum kökum og kaffibollum bætt í magasekkinn.
Jóladagurinn fór svo í það að melta allan þennan mat og annar í jólum fór að mestu í að skila honum til baka í holræsakerfi Christchurch borgar.
Á myndinni hér til hliðar er Carolyn með sjálfan jólaköttinn sem heimsóttir okkur óvænt og það sést glitta í jólatréð í bakgrunni (og nokkra pakka).
Carolyn gaf mér fimm vestra í jólagjöf og er ég búinn að horfa á þá alla. Einnig er ég búinn að gera nokkrar krossgátur sem ég fékk að gjöf frá Króknum og hlusta á hljómdisk Baggalúts nokkrum sinnum. Við Carolyn fengum einnig góðar gjafir frá Mikka og Rósí (landslagsmyndabók af Nýja Sjálandi) og Kiwifuglunum (bók með gönguleiðum á Nýja Sjálandi). Það er því alveg ljóst að jólasveinninn hefur fengið upplýsingar um breytt heimilisfang frá því um síðustu jól.
Hef þetta ekki lengra að sinni - jólakveðjur

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Komið þið nú blessuð gaman að frétta af jólahaldinu hjá ykkur. Það var með svipuðum hætti hér á krók , nema Sigga kom ekki ,fór í austur en ekki vestur.Við Helga fórum á Tindastól á annan, það gekk vel upp en vorum í háska á leiðinni niður vegna hálku. Ég datt og var komin á all gott skrið þá náði Helga að hlaupa í veg fyrir mig og koma mér til hjálpar Hafiðp það sem best
your mother Inga

Nafnlaus sagði...

Hi guys! Just a short goodbye from Iceland. Bjössi, Paul and I (and Matti, B cousin) went into the sea this morning. Was really refreshing! Wishing you a happy new year and takk fyrir þau liðnu!

Guðni

Eliza also sends her best regards!

Nafnlaus sagði...

write in english some time, ok? hugs to you both!