föstudagur, febrúar 23, 2007

Skólinn að byrja

Carolyn og garðurinnJæja, þá er sumarið að fara að singja sitt síðasta -- því að í næstu viku er skólinn að byrja eftir sumarfrí. Þetta er búið að vera mjög rólegt sumar og segja staðkunnugir að þetta hafi verið eitt versta sumar í manna minnum (vegna óvenju mikillar úrkomu). Mér fannst það þó mjög gott -- ekki of heitt og rigningar annað slagið til að vökva garðinn. Talandi um garðinn (sjá mynd), að þá virðist uppskeran ætla að vera með ágætum - við erum byrjuð að gæða okkur á kartöflum, gulrótum og einhverju kálmeti. Svo hef ég getað komið með fiskmeti af sjónum annað slagið: Kola, kahawai, krabba eða krækling sem hefur slæðst með í netin. Þannig að það má segja að maður hafi verið hálfgerður útvegsbóndi í sumar.
Carolyn og eplatréð Svo er eplatré í garðinum (sjá mynd) og Carolyn hefur þrisvar sinnum gert epplapæ sem eru rosalega góð með rjóma - en hann þurfum við að kaupa því við erum víst ekki með neina mjólkandi belju.
Bissnissinn hjá Carolyn hefur hægt og rólega verið að aukast í sumar - og hún er nú með kúnna alla daga nema sunnudaga og oft marga á dag. Kiwi-arnir virðast því kunna að meta Pilates-ið og stúdíóíð hennar, sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum í húsinu sem við leigjum. Það gefur því góð fyrirheit fyrir veturinn.
Ég hef líka verið að dunda mér við það í sumar að öðlast fólksflutningaleyfi og ný-sjálenskt bílpróf og hef auk þess tekið próf sem gefur réttindi til að keyra leigubíl í Christchurch - sem getur við gott með skólanum - til að eiga nú örugglega pening fyrir áfengi (með kartöflunum).
Læt þetta duga í beli...

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Gáta númer 4 -- riddle number 4

Í kolaportinu var silfurhúðað tesett til sölu (síðast þegar ég vissi) og var það verðmerkt á eftirfarandi hátt:

Sykurkar........HKHC.......6,72kr
Rjómakanna....HCKH.......6,00kr
Bakki.............AMSL.....50,16kr
Tekanna........SIAB......91,08kr
Sykurtangir.....HBLT......1,72kr
Skeiðar..........HMIT.....10,52kr
Allt settið.......BLCSK..166,20kr

Ef að bókstafirnir á undan verðunum tákna ákveðna prósentu (alltaf sama prósentan) af verðinu á eftir - reyndu þá að finna út hvaða tölu hver bókstafur táknar.

A silver tea set in a dealer's window had the following cost marks and retail prices:

Sugarbowl.......HKHC.....$6.72
Creamer..........HCKH.....$6.00
Tray...............AMSL...$50.16
Teapot...........SIAB.....$91.08
Tongs.............HBLT......$1.72
Spoons...........HMIT.....$10.52
Complete set...BLCSK..$166.20

If the markup was the same percent of the cost in each case, break the cost-mark code.


Lausnin á tennisgátunni

Vegna þess að um útsláttarfyrirkomulag var að ræða þá kemur keppandi, sem tapar viðureign, ekki meira við sögu í mótinu. Ef það eru n keppendur - þá liggja úrslitin ljós fyrir þegar n-1 keppendur hafa fallið úr leik (tapað). Það er því ljóst að það þurfa n-1 leikir að fara fram til að ákvarða sigurvegarann.

Answer to the tennis riddle is n-1.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Ferð á Vesturströndina

Einar stendur á vatni!!Skelltum okkur í smá helgarferð 27. til 29. janúar síðastliðinn. Tókum bílaleigubíl og brunuðum út úr Christchurch. Planið var að fara í Hanmer Springs, sem er vinsælt túristasvæði sem átti að bjóða upp á náttúrulega heita potta. Þegar við komum þangað - eftir u.þ.b. 2 tíma akstur - fórum við beint í hina umtöluðu heitu potta en komumst að því að það var lítið sem minnti á náttúruna í þessum "heitu" pottum. Jafnaðist á við vel hannaða útisundlaug með mörgum "volgum" pottum á íslenskan mælikvarða.
Eftir pottabaðið fengum við okkur að eta og hittum fyrir tilviljun nágranna okkar - Abe og Normu - sem voru í lystisemdarferð.

Carolyn situr á rekaviðEftir að hafa gist í tjaldi á tjaldsvæði í Hanmer Springs var ákveðið að keyra yfir til vesturstrandarinnar um Lewis Pass (Lúis skarð). Þar fundum við hins vegar alvöru heita náttúrlega potta og böðuðum okkur vel og lengi í þeim.
Eftir það tókum svo veg 69 yfir til Westport, sem er víst elsta þorpið á vesturströndinni. Þar var hinsvegar komin hellirigning, eins og er svo einkennandi fyrir vesturströndina. Við ókum suður til Punakaiki og gistum þar í litlum kofa um nóttina - nenntum ómögulega að tjalda í rigningunni. En þar eru pönnukökuklettar frægir og gaman að skoða og þar sáum við Weka (Víka) fugl, sem var alls ekkert smeykur þó að mannfólk væri að þvælast í kringum hann. En þetta er eitt af ófleigu fluglaafbrigðunum sem er að finna hérna á Nýja Sjálandi.
Eftir nótt í Punakaiki var ekið suður til Greymouth, sem er stærsta borgin á vesturströndinni. Eftir stutt stopp þar var haldið heim á leið um Arthur's_Pass (Artúrs skarð) og hringnum loka í Christchurch um kvöldið.
Myndirnar hérna er teknar nærri Punakaiki, þar sem áin Pororari River fellur út í Tasman haf.

Kveðjur