laugardagur, desember 23, 2006

"SEINAST MUN ÉG FLOTINU NEITA"

Kall nokkur settist á krossgötur á gamlaársnótt með öxi í höndum og einblíndi í egg hennar. Nú kom álfafólkið og fór að ávarpa hann og bjóða honum alla hluti, gull og gersemar, dýrindis klæði og krásir, þangað til einn býður hönum flot, þá segir kalltetrið: "Seinast mun ég flotinu neita," enda ærðist hann þá.

(JÓN ÁRNASON (2003) Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III, bls. 177, Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóðsaga.)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gamlársnótt?!
Núna eru jólin, svona til að vera viss um að þú sért staddur á réttum stað á tímatalinu, þarna á hvolfi.
Gleðileg jól.
Happy christmas
Frohe Wheinachten
Gledelig Jul.
... 31.desember rennur svo gamlársnóttin upp gamli ...