sunnudagur, desember 23, 2007

Jólin komin -- sweeet-aas

Þá eru önnur jóin okkar að renna í garð hér niðri undir. Jólaundirbúningurinn hefur ekki verið ýkja umfangsmikill - eins og venjulega er beðið með allt fram á síðustu stundu. Fólk hér á Nýja-Sjálandi heldur ekki upp á aðfangadag og er það því venjulegur vinnudagur hér í landi. Þeir taka því ekki út jólin fyrr en á jóladag - og eru grillveislur, að mér skilst, ekki óalgengar í sólskini og sumarhita.
Við störtuðum hins vegar í dag, á Þorláksmessu, með því að fara í skötuveislu til IceBloxaranna og bragðaðist skatan betur en lyktin gaf til kynna (nema brennivínið hafi leikið á bragðlaukana). Svo verðum við hjá Lytteltonunum á aðfangadag þar sem jólin verða meðtekin af íslenskum sið og svo er okkur boðið í nýsjálenskt jóladæmi á jóladag. Og þar með er jóladagskráin upptalin (a.m.k. það sem ég man í augnablikinu).
Sendum jólakveðjur yfir hnöttinn...