þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Milford Track

Fengum besta hugsanlega veður á gönguleiðinni eftir Milford Track um síðustu helgi eins og sést á myndinni hérna til hliðar. Hægt er að skoða fleiri myndir hérna.

Kveðja frá Aotearoa (Aotearoa þýðir Nýja Sjáland á máli frumbyggja).


PS. Minni á gátuna hérna fyrir neðan...

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Gáta númer 11 -- riddle number 11

Tvisvar fjórir og tuttugu svartþrestir,
sátu í rigningunni kreptir:
Ég skaut og drap einn sjöunda hlutann.
Hve margir urðu eftir?

Twice four and twenty blackbirds,
were sitting in the rain:
I shot and killed a seventh part.
How many did remain?


Lausnin á rósa-gátunni

Þar sem y er heiltala og y < 2, þá er y = 1. Þar sem 100 aurar á x rósir var fyrra verðið (því y = 1) og tilboð kaupmannsins er 200 aurar á x+10 rósir, þá er munurinn 100/x - 200/(x+10) = 80/12 (áttatíu aurar per tylft). Þetta er jafngilt x*x + 25*x - 150 = 0, sem gefur pósitífu lausnina x = 5, fjöldi blóma sem drósin ætlaði upphaflega að kaupa. Lausnin er því x = 5 og y = 1.

Answer to the rose-riddle is: x = 5 and y = 1.

Ennþá með lífsmarki

Sæl verið þið.

Héðan er allt gott að frétta - mikið búið að vera að gera upp á síðkastið þannig að bloggið situr á hakanum á hakanum á hakanum. Jólin löngu búin og sumarið aðeins farið að hallast að haustinu - sem bíður átekta (vonandi sem lengst).
Þó að það hafi ringt í gær er búið að vera frekar sólríkt og heitt sumar - stundum aðeins of heitt fyrir mig þó að rollurnar hafi notið þess (sjá mynd). Var alveg himin glaður um daginn þegar ég labbaði heim í sunnan roki og rigningu - hélt að það myndi seint gerast.
Fór í síðustu mælingarferðina í janúar - tókum niður myndavél sem hafði verið sett upp til að ná myndum af snjóalögum - kom skemmtilega á óvart að hún hafði loksins hrokkið í gang og virkað frá síðustu vitjun.
Fór líka í veiðiferð með Ingó og Bergi fyrir rúmri viku síðan. Við náðum tveimur Kanada gæsum á leiðinni á veiðisvæðið og svo náði Bergur að skjóta eitt dádýr, þrátt fyrir að kíkirinn á byssunni hans hafi verið rammskakkur - enda hitti hann það í þriðja skoti þegar hann sleppti loksins að miða í gegnum kíkinn.
Reyndar dauðsá hann eftir því að skjóta það - því strax eftir veiðidansinn rann það upp fyrir honum að hann þyrfti að drösla því niður í gegnum skóginn. Sem betur fer gat hann beðið Ingó að hjálpa sér þar sem þeir höfðu talstöðvasamband sín á milli. Ég slapp alveg við að hjálpa þeim því ég var á svæði töluvert í burtu - og sá ekkert dýr eins og venjulega, en naut þess hins vegar að labba upp á nokkra fjallstoppa í um 1800 metra hæð.
Síðasta helgi var undirlögð undir Coast to Coast, þar sem skötuhjúin Hilmar og Svava í Lyttelton (sjá myndina til vinstri) voru að keppa. Ég var, ásamt Mikka, Eggerti (bróður Hilmars) og Kristni (pabba Svövu), í hjálparsveit þeirra - passa upp á að hjólin, kæjakarnir o.þ.h. væri tilbúið í skiptingunum. Þetta er gríðarlega vinsæl keppni hérna með tæplega þúsund keppendum.
Erum svo að fara í gögnuferði um næstu helgi, eða frá fimmtudegi til mánudags, sem kallast Milford Track. Þar rignir mest allt árið - en vonandi fáum við einhverja þurra daga...
Ekki meira í bili,
kveðja frá nz.