fimmtudagur, janúar 01, 2009

Gleðilegt nýtt ár!

Óskum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári...

Kveðja frá Nýja Sjálandi

laugardagur, september 20, 2008

Gáta númer 15 -- riddle number 15

Faðir úthlutaði sex krónum jafnt til barna sinna til að hafa með sér á ströndina. Þegar tvö systkinabörn slógust óvænt í hópinn var þeim einnig gefinn hluti af sex krónunum þannig að hver krakki fékk jafn mikið. Við það minnkaði upphaflegi hlutur systkinanna um fjórðung úr krónu. Hvað voru krakkarnir margir?Lausnin á banana-gátunni

Lengd bananans í tommum er L = M/2, þar sem M er vigt bananans í únsum, deilt með vigt bananas per lengd (sem er 2 únsur per tommu). Það þarf því að finna vigt banans til að reikna út lengd hans. Með því að nota upplýsingar í dæminu ( a) vigt apans jöfn vigt vigtarinnar, b) lengd reipisins (fet) jöfn aldri apans (ár), c) vigt apans (únsur) jöfn aldri móður apans (ár), d) hálf vigt apans að viðbættri vigt bananans jöfn fjórðungi af vigt vigtarinnar og vigt reipisins og e) vigt reipisins er jöfn því að margfalda lengd þess með vigt reipisins per lengd) má fá út (eftir svolitlar tilfæringar) að M = 1/4(16sTa-Tm), þar sem s=1/3 er vigt reipisins í pundum per fet, Ta er aldur apans og Tm er aldur móður apans. Þetta gefur sem sagt vigt bananans í únsum og með því að stinga þessu inn í jöfnuna fyrir lengd bananans fæst að lengd bananans er L=1/24(16Ta-3Tm). Þá er bara eftir að finna aldur apans og móður hans. Gefið er að sameignlegur aldur þeirra er 30 ár og því er 30-Ta = Tm = 1/2T1a, þegar T1a=3T1m, þegar T1m=1/2T2a, þegar T2a=T2m, þegar T2m=4T3a, þegar T3a=2T3m, þegar T3m=1/3T4a, þegar T4a=T4m, þegar T4m=3T5a, þegar T5a=1/4Ta, þar sem textanum í gátunni er fylgt og tilsvarandi aldur táknaður jafn óðum. Með því að stinga þessum jöfnum inn í hver aðra fæst að 30-Ta = 1/2 * 3 * 1/2 * 1 * 4 * 2 * 1/3 * 1 * 3 * 1/4Ta=3/2Ta, sem gefur Ta=12 og Tm=18. Þetta gefur svo að L=1/24(16 * 12 - 3 * 18)=5,75, sem þýðir að bananinn er tæplega 6 tommur.
Það má því segja að sá eini sem var það hughrakkur að skila inn lausn á þessari gátu hafi verið með rétt svar.

Svarið er því: 5 og 3/4 tommur

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Gáta númer 14 -- riddle number 14

Reipi hangir á girðingu með jafn langa enda sitt hvoru megin. Reipið vegur einn þriðja af pundi per fet. Á öðrum endanum hangir api, sem heldur á banana, og á hinum endanum hangir vigt, sem vegur það sama og apinn. Bananinn vegur tvær únsur per tommu. Reipið er jafn langt (í fetum) og aldur apans (í árum), og vigt apans (í únsum) er jöfn og aldur móður apans. Sameiginlegur aldur apans og móður hans er þrjátu ár. Hálf vigt apans, að viðbættri vigt bananans, er einn fjórði af vigt vigtarinnar og vigt reipisins. Móður apans er helmingi yngri en apinn mun verða þegar hann er þrisvar sinnum eldri en móðir hans var þegar hún var helmingi yngri en apinn mun verða þegar hann er eins gamall móður hans mun verða þegar hún er fjórum sinnum eldri en apinn var þegar hann var tvisvar sinnum eldri en móður hans var þegar aldur hennar var þriðjungur af aldri apans þegar hann var eins gamall og móðir hans var þegar hún var þrisvar sinnum eldri apinn var þegar aldur hans var fjórðungur af núverandi aldri hans. Hversu langur er bananinn?

PS Það eru 16 únsur í einu pundi.Lausnin á lýsinga-gátunni

Gripið niður í kafla 24:
Haraldur konungur var á veislu á Mæri að Rögnvalds jarls. Hafði hann þá eignast land allt. Þá tók konungur þar laugar og þá lét Haraldur konungur greiða hár sitt og þá skar Rögnvaldur jarl hár hans en áður hafði verið óskorið og ókembt tíu vetur. Þá kölluðu þeir hann Harald lúfu en síðan gaf Rögnvaldur honum kenningarnafn og kallaðði hann Harald hinn hárfagra og sögðu allir er sáu að það var hið mesta samnefni því að hann hafði hár bæði mikið og fagurt.

Svarið er því: Haraldur hinn hárfagri

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Skólinn búinn

Eftir maraþon viku og hálfa þá tókst að skila mastersritgerðinni á réttum tíma. Var síðustu 30 tímana í stanslausri vinnulotu og náði að skila á síðasta klukkutímanum áður en skrifstofan lokaði. Hefði ekki verið hægt að semja betra tímaplan.
Annars er allt gott að frétta, smá gola í dag og hálfgerð flæsutíð undanfarið. Núna er hávetur og snjórinn í fjöllunum er með mesta móti hef ég heyrt, þannig að skíðafærið á víst að vera prýðilegt.
Byrja svo að vinna þann 19. ágúst hjá NIWA, þar sem ég verð að vinna undir leiðbeinandanum mínum. Þannig að nú er fyrirséð tuttugu daga frí -- spurning hvað maður á að gera í því.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili,
Hilsen,

mánudagur, júní 09, 2008

Gáta númer 13 -- riddle number 13

Hverjum er svo lýst:

"Hann tók konungdóm eftir föður sinn. Þá var hann tíu vetra gamall. Hann var allra manna mestur og sterkastur og fríðastur sýnum, vitur maður og skörungur mikill. Guttormur móðurbróðir hans gerðist forstjóri fyrir hirðinni og fyrir öllum landráðum. Hann var hertogi fyrir liðinu."


Lausnin á vísna-gátunni

Bóndasonur borinn var --> Einar (ég var borinn bóndasonur)
Buxur var til skifta --> (á) einar (buxur)
Flestar konur fráskildar --> (þær eru) einar
Fjölda ekki takmarkar --> einar (sex kindur)

Svarið er því: einar

sunnudagur, júní 08, 2008

Vetur konungur

Sælt veri fólkið,

hér er núna hávetur. Sá í fyrsta skipti snjó hér í borginni þegar ég fór í grillveislu hérna vestan megin í borginni (fjær sjónum). Já, það er alveg hægt að grilla þó að það sé snjókoma. Þetta var reyndar varla nokkuð sem hægt var að tala um - nokkrir sentímetrar sem staldra sjálfsagt ekki lengi við. En hérna þar sem við búum hef ég ekki séð snjó - enda búum við fimm hundruð metra frá Kyrrahafinu.
Nú er Carolyn búin að selja bisnissinn og við erum flutt í framendann á húsinu, sem er minni og leigan ódýrari. Það voru tvö herbergi undirlögð undir pilatesið í hinni íbúðinni en eftir að Carolyn seldi þurfum við ekki á þeim aukaherbergjum að halda. Hún fer núna að vinna hjá Contours, sem er líkamsræktarstöðin sem keypti bisnissinn hennar (öll tækin og kúnnalistann). Þessi líkamsræktarstöð er hérna í 10-15 mínútna færi, í hverfi sem kallast Ferrymead.
Ég er sjálfur að rembast eins og rjúpan við staurinn, nema ég er ekki að verpa eins og rjúpan - heldur er ég að reyna að skrifa eitthvað bull niður á blað. Það gengur svona upp og niður en hlýtur að hafast fyrir rest.
Svo fer að líða að áramótunum frumbyggja hérna á Nýja Sjálandi. En áramótin eru tengd við það þegar sjöstirnið birtist aftur á norðvestur himni rétt fyrir birtingu í endan maí eða snemma í júní. Sjöstirnið er kallað Matariki á máli Maori (frumbyggja) sem þýðir "augu guðs" (mata ariki) eða "lítil augu" (mata riki) og eru áramótin oft miðuð við fyrsta nýja eða fulla tungl eftir að Matariki birtist aftur á himninum.
Ekki býst ég þó við að skjóta upp flugeldum af tilefninu - enda yrði mér sjálfsagt stungið í steininn fyrir það og hæpið að það borgi sig (nema að það er sennilega hlýrra í fangelsunum en í íbúðinni okkar).
Hef þetta ekki lengra að sinni,
áramótakveðjur á Klakann.

sunnudagur, apríl 27, 2008

Gáta númer 12 -- riddle number 12

Þessi gáta kemur frá Hreini...

Bóndasonur borinn var.
Buxur vart til skifta.
Flestar konur fráskildar.
Fjölda ekki takmarkar.

Sama orðið ráðning hverrar línu.


Lausnin á þrasta-gátunni

Tvisvar sinnum fjórir eru átta þannig að tvisvar fjórir og tuggugu eru tuttugu og átta. Það voru því tuttugu og átta svartþrestir sem sátu úti í rigningunni. Einn sjöundi hlutinn var skotinn, þ.e. fjórir (því tuttugu og átta deilt í sjö eru fjórir). Nú, þegar þessir fjórir fuglar voru skotnir þá flugu hinir tuttugu og fjórir í burtu þannig að eftir voru fjórir svartþrestir.

Svarið er því að fjórir svartþrestir urðu eftir.

Answer to the blackbird-riddle is: Four blackbirds remained (the twenty-four, the ones that were not shot, flew away).

föstudagur, apríl 04, 2008

Eyglýst eftir skrefara

Auglýsi eftir skrifara í tímabundið starf - þarf að geta hafið ströf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað.

Helstu verkefni:

Skrifa mastersritgerðina mína.

Laun:

Engin

Starfstími:

Frá og með deginum í dag til júlíloka.

Mikið er lagt upp úr góðum starfsanda. Ekki láta gott tækifæri fara forgörðum - sæktu strax um!

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Milford Track

Fengum besta hugsanlega veður á gönguleiðinni eftir Milford Track um síðustu helgi eins og sést á myndinni hérna til hliðar. Hægt er að skoða fleiri myndir hérna.

Kveðja frá Aotearoa (Aotearoa þýðir Nýja Sjáland á máli frumbyggja).


PS. Minni á gátuna hérna fyrir neðan...

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Gáta númer 11 -- riddle number 11

Tvisvar fjórir og tuttugu svartþrestir,
sátu í rigningunni kreptir:
Ég skaut og drap einn sjöunda hlutann.
Hve margir urðu eftir?

Twice four and twenty blackbirds,
were sitting in the rain:
I shot and killed a seventh part.
How many did remain?


Lausnin á rósa-gátunni

Þar sem y er heiltala og y < 2, þá er y = 1. Þar sem 100 aurar á x rósir var fyrra verðið (því y = 1) og tilboð kaupmannsins er 200 aurar á x+10 rósir, þá er munurinn 100/x - 200/(x+10) = 80/12 (áttatíu aurar per tylft). Þetta er jafngilt x*x + 25*x - 150 = 0, sem gefur pósitífu lausnina x = 5, fjöldi blóma sem drósin ætlaði upphaflega að kaupa. Lausnin er því x = 5 og y = 1.

Answer to the rose-riddle is: x = 5 and y = 1.