miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Opnunarbréf vefskruddunnar

Jæja, þar kom að því að ég skrifaði eitthvað í vefskrudduna...
Nú er ég staddur í Christchurch á Nýja Sjálandi og opinberlega á ég að vera að læra í háskóla hérna í bænum, University of Canterbury. Og það held ég líka að ég sé að gera...

Kom hérna seint í júní á þessu ári og bjó fyrsta mánuðinn á hálfgerðu piparsveinagistihúsi á Nursery Road. En flutti svo á Lowe Street áður en kærastan kom í bæinn -- seint í júlí. Núna erum við svo búin að finna hið fullkomna húsnæði á Wakefield Avenue í Sumner. En það er í austurhluta bæjarins rétt við sjóinn í fallegu umhverfi. Þar er meira að segja lóðréttur fimmtíu metra hár klettur í bakgarðinum -- ótrúlegt í öllu þessu sléttlendi hérna í Canterbury. Myndin hérna er tekin í Sumner í austurátt og eins og sjá má er Kyrrahafið ansi stórt! Við komum til með að búa í 300 metra fjarlægt frá þessari strönd þannig að í staðinn fyrir að fara í sturtu á morgnana getur maður bara hlaupið niður í fjöru og baðað sig í sjónum.
Kv, Einar Örn.