fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Sumarið farið að láta að sér kveða

Þá er kominn tími á nýtt blogg - þó að það sé ekki mikið að frétta. Jú, reyndar voru Nýsjálendingar að vinna gull í kúluvarpi kvenna á Heimsmeistaramótinu í Osaka í Japan - þar kastaði Valerie Vili kúlunni 20.54 metra. Þar sló hún persónulegt met í síðasta kastinu og vann með 6 cm mun.
Og svo er heimstmeistaramótið í rúbbí að fara í gang eftir nokkra daga í Frakklandi. Á síðasta móti unnu Englendingar Nýsjálendinga í úrslitum, nokkuð óvænt, en hafa síðan ekki getað neitt (þ.e. Englendingarnir). Ef þú ert ekki búin(n) að kjósa í könnunni hér til hægri þá skora ég á þig að gera það núna. Sigurstranglegustu liðin eru sennilega Nýsjálendingar, Suður Afríka, Ástralía og Frakkland. En allt getur gerst!
Ég er að fara í veiðiferð með Ingó á sunnudaginn - vonumst til að veiða eitthvað gómsætt - vonandi eitthvað stærra en kanínu...
Nú er vorfrí í skólanum - þó að ég taki mér nú ekkert frí. En það er þægilegt að læra uppi í skóla núna þar sem svo fáir nemendur eru þar - mjög mikill friður til þess að læra...
Svo vil ég skora á alla að reyna við gátuna hér fyrir neðan - þó ekki nema til að giska út í loftið.
Kveðja frá undirheimum,

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Gáta númer 7 -- riddle number 7

Ég tek áskorun Ómars Sharif um næstu gátu.

Hver er lágmarksfjöldi fólks í partýi svo að það séu meiri en helmingslíkur á að einhverjir tveir eigi afmæli sama dag?

What is the least number of people in a party so the probability that any two have the same birthday exceeds half?


Lausnin á próf-gátunni

Ekki kom fram rétt lausn á þessari þraut þó að menn hafi verið heitir.
En ef gert er ráð fyrir því að nemandi sem situr við annanhvorn enda raðarinnar fari ekki fram hjá öðrum nemendum þegar hann yfirgefur prófið þá eru líkurnar á því að enginn nemandi þurfi að fara fram hjá öðrum nemendum 2/6 * 2/5 * 2/4 * 2/3 * 2/2 * 1/1 = 2/45.
Líkurnar á því að einhver nemandi þurfi að fara framhjá einum eða fleiri nemendum er því 1 - 2/45 = 43/45.

Answer to the examination riddle is 43/45.

Innskráningu í skólann loksins lokið

Jæja, þá er ég loksins búinn að skrá mig í skólann - ætti alveg skilið að fá einhverjar einingar fyrir það - þetta er svo skrítið ferli. Þarf að hlaupa á milli skrifstofa með yfirlýsingar og ljósrit í þríriti lon og don. En nú er þetta loksins komið í höfn.
Mjög líklega kominn með mastersverkefni líka - það fjallar um snjóalög í Jollie dalnum (sem er norðan við Pukaki-vatn). Var reyndar búinn að sækja um að gera verkefni á Suðurskautinu - en því prógrammi var frestað um óákveðinn tíma þannig að ég slapp við það. Var svo eiginlega búinn að fá annað verkefni varðandi Hooker jökulinn þangað til þetta Jollie-verkefni dúkkaði upp. En það á víst að taka helling af mælingum af snjódýpi og eðlisþyngd í Jollie-dalnum og ég kem með að vinna með þessar mælingar í mínu verkefni. Veit ekki nákvæmlega hvað það er sem ég kem til með að gera en mér dettur helst í hug að reikna út hvað hægt er að búa til marga snjókarla þar á hverju ári...
Veturinn er merkjanlega farinn að láta undan ágangi sólarinnar - a.m.k. koma mjög góðir dagar inn á milli - þó að næturnar séu enn frekar svalar - sérstaklega innandyra.
Var að fá nýsjálenskt byssuleyfi út á það íslenska um daginn - svo nú vonast ég til að geta farið í einhverja veiðitúra með Ingó, Hilmari og fleirum skotglöðum. Fórum um daginn á dádýraveiðar en sáum ekkert dýr - kannski vegna þess að við vorum að segja ýktar veiðisögur allan tímann og höfum eflaust fælt öll dýrin í burtu. Stefni að því að setja einhverjar myndir af þeirri ferð inn á vefalbúmið fljótlega.
Svo vil ég minna á skoðunarkönnunina hér á síðunni um hverjir verða næstu heimsmeistarar í rúbbí - en hér á Nýja Sjálandi er gríðarlegur áhugi fyrir þessari keppni þar sem Nýsjálendingar hafa ekki orðið heimsmeistarar í 40 ár - og finnst mörgum löngu vera kominn tími á að það gerist!
Ekki meiri fréttir í bili,
aufgehilsen...