fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Gáta númer 2 -- riddle number 2

Jæja, þá er komið að því að skella fram annarri gátu!

Ef að maður labbar til vinnu sinnar og tekur strætó heim þá er samanlagður ferðatími hans einn og hálfur klukkutími. Ef hann tekur strætó báðar leiðir þá er samanlagður ferðatími hans þrjátíu mínútur. Hve langan tíma tæki það hann að labba báðar leiðir?

If a man walks to work and takes the bus back home it takes him an hour and a half. When he takes the bus both ways it takes thirty minutes. How long would it take him to make the round trip by walking?


Lausnin á hænugátunni.

Mörg góð svör bárust og má vera að til séu hænsnakofar (eða hálfir) þar sem hin mismunandi svör passa við. En í þeim hænsnakofa sem ég gáði í þá var rétt svar 28 egg. Því að ef 1.5 hæna verpir 1.5 eggi á 1.5 degi þá verpir 1.5 hæna 1.5x(14/3) eggjum á 1.5x(14/3) dögum og 1.5x(4) hænur verpa því 1.5x(14/3)x(4) eggjum á 1.5x(14/3) dögum. Þ.e. 1.5x(4) = 6 hænur verpa 1.5x(14/3)x(4) = 7x(4) = 28 eggjum á 1.5x(14/3) = 7 dögum.

Answer to the hen riddle is 28 eggs.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ.
Það tekur mig svona 20 mín að fara í skólann með strætó, og 25 mín að hjóla. Það breytist ekkert þó ég labbi.
kv
Silla syst

Nafnlaus sagði...

It takes me about 20 minutes to go to school by bus, and 25 minutes if I bicycle. That doesnt change though I walk.
bye
Silla

Steinn sagði...

Sko ef hann er 30 mín báðar leiðir í strætó þá er hann 15 mín aðra leið. Því hlýtur labb aðra leið að vera 90 mín mínus 15 mín = 75mín. Þá ætti labb báðar leiðir að taka tvöfalt lengri tíma = 150 mín sem er 2 og hálfur tími að því gefnu að hann labbi alltaf jafn hratt og strætó keyri alltaf jafn hratt og stoppi alltaf á réttum tíma. En aftur á móti væri einn og hálfur maður mun fljótari að labba þessa leið og ennþá fljótari að taka einn og hálfan strætó. En á móti kemur að hann yrði ábyggilega látinn vinna einn og hálfan vinnudag.

Nafnlaus sagði...

Jamm, sammála svari hans Steins.
En í sambandi við hugleiðingar hans á eftir um einn og hálfan mann, myndi hún virka líka ef maðurinn væri bara einn en hefði þrjá fætur? Hann væri því mun fljótari að labba er það ekki og þyrfti ekki að vinna einn og hálfan dag þar sem hann er bara einn maður en labbar samt sem einn og hálfur maður.

Nafnlaus sagði...

Ef við setjum x=labb og y=strætó þá fáum við að x+y=90 mín. Ef við diffrum þetta svo með tilliti til x, þá fáum við dy/dx+1=90 eða dy/dx=89. Þetta má einnig skrifa svona: dy/dx=-89i^2. Ég læt lesendum eftir að klára útreikningana.

Nafnlaus sagði...

85 mín +85 mín =170 mín sem er =2 klukkutímar og 50 mínútur danke danke i'm the master of math and science einar i am better than you because i can make a comeback from this with test in a few minutes oki i will report my test for you 2 bye bye love. Jóel Enok!!!