fimmtudagur, september 06, 2007

Gáta númer 8 -- riddle number 8

Ef að 7 er dregið frá vissri tölu og útkoman svo margfölduð með 7, fæst sama útkoma og ef 11 hefði verið dregið frá tölunni og útkoman svo margfölduð með 11. Finnið töluna.

If a certain number is reduced by 7 and the remainder is multiplied by 7, the result is the same as when the number is reduced by 11 and the remainder is multiplied by 11. Find the number.


Lausnin á partý-gátunni

Ef gert er ráð fyrir því að mismunandi afmælisdagar séu 365 og að fjöldi partý-gesta sé n, þá eru (365)n mismunandi mögulegar á afmælisdögum partý-gestanna. Möguleikarnir á því að enginn eigi sama afmælisdag eru 365 * 364 * ... * (365-n+1) og það gefur líkurnar, P(n), á því að tveir eða fleiri gestir eigi sama afmælisdag, P(n) = 1 - (365 * 364 * ... * (365-n+1))/(365)n. Minnsta n sem gefur P(n) > 1/2 er n = 23.
Svarið er því 23 partý-gesti þarf til að líkurnar á því að tveir eða fleiri eigi sama afmælisdaginn séu hærri en 1/2.

Ef hinsvegar á að finna líkurnar á því að nákvæmlega 2 og ekki fleiri en 2 gestir eigi sama afmælisdag þá fæst ekki sama niðurstaða. Eins og fyrr eru (365)n möguleikar á afmælisdögum gestanna. En nú eru n!/(2!*(n-2)!) * 365 * 1 * (364 * 363 * ... * (365-n+2)) möguleikar á því að einhverjir 2 og ekki fleiri en 2 eigi sama afmælisdag. Líkurnar í þessu tilfelli verða því P(n) = n!/(2!*(n-2)!) * (365!/(365-n+1)!) / (365)n fyrir 2<=n<=366, P(n) = 0 annars. Líkurnar í þessu tilfelli eru aldrei hærri en 1/2 en ná hæsta gildi sínu fyrir n = 28 og eru þá P(28) = 0,3864.
Í þessu tilfelli eru því líkurnar að nákvæmlega 2 eigi sama afmælisdag í parýinu (og ekki fleiri) alltaf minni en 1/2 en eru hæstar ef fjöldi partý-gesta er 28 og eru þá líkurnar 38,64%.

Answer to the party-riddle is: For 23 party guests the probability that two or more guests share the same birthday exceeds 1/2.
But the probability that exactly 2 guests, and no more than 2, share the same birthday never exceeds 1/2, but has a maximum for 28 guests and the probability is then 38.64%.