laugardagur, janúar 06, 2007

Gáta númer 3 -- riddle number 3

Það eru n þátttakendur á tennismóti. Mótið er með útsláttarfyrirkomulagi og keppt er í einliðaleik. Hversu margir leikir þurfa að fara fram til að hægt sé að ákvarða sigurvegarann?

There are n players in an elimination-type singles tennis tournament. How many matches must be played to determine the winner?


Lausnin á strætógátunni

Mörg áhugaverð svör bárust (sérstaklega stærðfræðilega nálgunin hjá Haffa) og flest voru þau rétt. En ef maðurinn (í gátunni) er einn og hálfan tíma til og frá vinnu með því að labba og taka strætó þá er hann þrjá tíma að fara tvær ferðir fram og til baka (labbar tvisvar og tekur strætó tvisvar) og ef við drögum frá hálftímann sem strætóferðirnar taka þá stendur eftir að það tekur manninn tvo og hálfan klukkutíma að labba fram og til baka.

Answer to the bus riddle is two and a half hours.

7 ummæli:

Steinn sagði...

Ef í tennis ætla menn
æstir senn að keppa
Sig þá glenna allir n.
Ástir kvenna hreppa.

jazz sagði...

n-1...?!

Nafnlaus sagði...

blessaður lagsi.

hvað er að frétta?
Er það satt sem ég er að frétta, að þú sért að stækk um þig...kominn í þriggja stafa tölu???
en gátan er of erfið fyrir mig.
heyrumst
Silla

Einar Örn sagði...

Ef n er jafnt og 1
öruggur sigur mun nást
Svo þú átt enn þá St-1
sénsinn á n-faldri ást.

Carolyn & Einar Örn sagði...

Nei, Silla þú hefur misskilið Steen. Það er hann sem er OHU en ég er rétt tæp 86.3 kg.

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Hvaða læti eru þetta yfir þyngd og 3 stafa tölu, smá spik sakar ekki neinn er það? :-)

Annars þarftu náttúrulega bara n/2 leiki til að sjá hver verður meistarinn í tennis, en þetta virkar náttúrulega bara ef n er jöfn og jákvæð og strangt stærri en 1! Koma verður með betra kerfi ef fjöldi keppanda er ójafn (sem náttúrulega á við í flestum keppnum þar sem það er bara einn sem er bestur er það ekki?).

Óli skóli

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála n-1, nema auðvitað ef leikið er um þriðja sætið að auki, þá fáum við einfaldlega n. Hins vegar vandast málið ef við höfum tölu sem er ekki tveir í einhverju veldi. Það leysist þó ef við leyfum einum keppanda sem er afgangs í hverri lotu að fara sjálfkrafa áfram í þá næstu.