fimmtudagur, júlí 31, 2008

Skólinn búinn

Eftir maraþon viku og hálfa þá tókst að skila mastersritgerðinni á réttum tíma. Var síðustu 30 tímana í stanslausri vinnulotu og náði að skila á síðasta klukkutímanum áður en skrifstofan lokaði. Hefði ekki verið hægt að semja betra tímaplan.
Annars er allt gott að frétta, smá gola í dag og hálfgerð flæsutíð undanfarið. Núna er hávetur og snjórinn í fjöllunum er með mesta móti hef ég heyrt, þannig að skíðafærið á víst að vera prýðilegt.
Byrja svo að vinna þann 19. ágúst hjá NIWA, þar sem ég verð að vinna undir leiðbeinandanum mínum. Þannig að nú er fyrirséð tuttugu daga frí -- spurning hvað maður á að gera í því.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili,
Hilsen,