
Og svo er heimstmeistaramótið í rúbbí að fara í gang eftir nokkra daga í Frakklandi. Á síðasta móti unnu Englendingar Nýsjálendinga í úrslitum, nokkuð óvænt, en hafa síðan ekki getað neitt (þ.e. Englendingarnir). Ef þú ert ekki búin(n) að kjósa í könnunni hér til hægri þá skora ég á þig að gera það núna. Sigurstranglegustu liðin eru sennilega Nýsjálendingar, Suður Afríka, Ástralía og Frakkland. En allt getur gerst!
Ég er að fara í veiðiferð með Ingó á sunnudaginn - vonumst til að veiða eitthvað gómsætt - vonandi eitthvað stærra en kanínu...
Nú er vorfrí í skólanum - þó að ég taki mér nú ekkert frí. En það er þægilegt að læra uppi í skóla núna þar sem svo fáir nemendur eru þar - mjög mikill friður til þess að læra...
Svo vil ég skora á alla að reyna við gátuna hér fyrir neðan - þó ekki nema til að giska út í loftið.
Kveðja frá undirheimum,
3 ummæli:
jæja gaman fyrir þig að fá að möndla aðeins morðvopnið...vonandi nærðu einhverju nógu girnilegu...kv Sigga
Jæja, við skutum nokkur héraskinn og svo náðum við einni önd í lokin. Öndin er núna í frystinum hjá okkur - hamflett - en hérana skildum við eftir handa ránfuglunum...
Var þetta peking önd? :-)
Skrifa ummæli