fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Sumarið farið að láta að sér kveða

Þá er kominn tími á nýtt blogg - þó að það sé ekki mikið að frétta. Jú, reyndar voru Nýsjálendingar að vinna gull í kúluvarpi kvenna á Heimsmeistaramótinu í Osaka í Japan - þar kastaði Valerie Vili kúlunni 20.54 metra. Þar sló hún persónulegt met í síðasta kastinu og vann með 6 cm mun.
Og svo er heimstmeistaramótið í rúbbí að fara í gang eftir nokkra daga í Frakklandi. Á síðasta móti unnu Englendingar Nýsjálendinga í úrslitum, nokkuð óvænt, en hafa síðan ekki getað neitt (þ.e. Englendingarnir). Ef þú ert ekki búin(n) að kjósa í könnunni hér til hægri þá skora ég á þig að gera það núna. Sigurstranglegustu liðin eru sennilega Nýsjálendingar, Suður Afríka, Ástralía og Frakkland. En allt getur gerst!
Ég er að fara í veiðiferð með Ingó á sunnudaginn - vonumst til að veiða eitthvað gómsætt - vonandi eitthvað stærra en kanínu...
Nú er vorfrí í skólanum - þó að ég taki mér nú ekkert frí. En það er þægilegt að læra uppi í skóla núna þar sem svo fáir nemendur eru þar - mjög mikill friður til þess að læra...
Svo vil ég skora á alla að reyna við gátuna hér fyrir neðan - þó ekki nema til að giska út í loftið.
Kveðja frá undirheimum,

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja gaman fyrir þig að fá að möndla aðeins morðvopnið...vonandi nærðu einhverju nógu girnilegu...kv Sigga

Einar Örn sagði...

Jæja, við skutum nokkur héraskinn og svo náðum við einni önd í lokin. Öndin er núna í frystinum hjá okkur - hamflett - en hérana skildum við eftir handa ránfuglunum...

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Var þetta peking önd? :-)