miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Ferð á Vesturströndina

Einar stendur á vatni!!Skelltum okkur í smá helgarferð 27. til 29. janúar síðastliðinn. Tókum bílaleigubíl og brunuðum út úr Christchurch. Planið var að fara í Hanmer Springs, sem er vinsælt túristasvæði sem átti að bjóða upp á náttúrulega heita potta. Þegar við komum þangað - eftir u.þ.b. 2 tíma akstur - fórum við beint í hina umtöluðu heitu potta en komumst að því að það var lítið sem minnti á náttúruna í þessum "heitu" pottum. Jafnaðist á við vel hannaða útisundlaug með mörgum "volgum" pottum á íslenskan mælikvarða.
Eftir pottabaðið fengum við okkur að eta og hittum fyrir tilviljun nágranna okkar - Abe og Normu - sem voru í lystisemdarferð.

Carolyn situr á rekaviðEftir að hafa gist í tjaldi á tjaldsvæði í Hanmer Springs var ákveðið að keyra yfir til vesturstrandarinnar um Lewis Pass (Lúis skarð). Þar fundum við hins vegar alvöru heita náttúrlega potta og böðuðum okkur vel og lengi í þeim.
Eftir það tókum svo veg 69 yfir til Westport, sem er víst elsta þorpið á vesturströndinni. Þar var hinsvegar komin hellirigning, eins og er svo einkennandi fyrir vesturströndina. Við ókum suður til Punakaiki og gistum þar í litlum kofa um nóttina - nenntum ómögulega að tjalda í rigningunni. En þar eru pönnukökuklettar frægir og gaman að skoða og þar sáum við Weka (Víka) fugl, sem var alls ekkert smeykur þó að mannfólk væri að þvælast í kringum hann. En þetta er eitt af ófleigu fluglaafbrigðunum sem er að finna hérna á Nýja Sjálandi.
Eftir nótt í Punakaiki var ekið suður til Greymouth, sem er stærsta borgin á vesturströndinni. Eftir stutt stopp þar var haldið heim á leið um Arthur's_Pass (Artúrs skarð) og hringnum loka í Christchurch um kvöldið.
Myndirnar hérna er teknar nærri Punakaiki, þar sem áin Pororari River fellur út í Tasman haf.

Kveðjur

3 ummæli:

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Ja hérna hér, ég vissi ekki ad thú værir nýji frelsarinn Einar? Geturdu breytt vatni í vín líka? Hvernig er annars ad ganga á vatni? Mjúkt? Hart?

Hilsen thangad sudur.

Nafnlaus sagði...

Þú mátt alveg líta á mig sem nýja frelsarann. Ég drekk mest af vatni þannig að ég hlýt að geta breytt vatni í vín!
Í þessu tilfelli var vatnsgangan svolítið strembin upp á jafnvægið að gera :-) En æfingin skapar meistarann - þú ættir að prófa þetta á vötnunum þarna í Danmark...

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Reyndi einu sinni ad ganga á sjó, ég vard bara blautur :-(