miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Gáta númer 4 -- riddle number 4

Í kolaportinu var silfurhúðað tesett til sölu (síðast þegar ég vissi) og var það verðmerkt á eftirfarandi hátt:

Sykurkar........HKHC.......6,72kr
Rjómakanna....HCKH.......6,00kr
Bakki.............AMSL.....50,16kr
Tekanna........SIAB......91,08kr
Sykurtangir.....HBLT......1,72kr
Skeiðar..........HMIT.....10,52kr
Allt settið.......BLCSK..166,20kr

Ef að bókstafirnir á undan verðunum tákna ákveðna prósentu (alltaf sama prósentan) af verðinu á eftir - reyndu þá að finna út hvaða tölu hver bókstafur táknar.

A silver tea set in a dealer's window had the following cost marks and retail prices:

Sugarbowl.......HKHC.....$6.72
Creamer..........HCKH.....$6.00
Tray...............AMSL...$50.16
Teapot...........SIAB.....$91.08
Tongs.............HBLT......$1.72
Spoons...........HMIT.....$10.52
Complete set...BLCSK..$166.20

If the markup was the same percent of the cost in each case, break the cost-mark code.


Lausnin á tennisgátunni

Vegna þess að um útsláttarfyrirkomulag var að ræða þá kemur keppandi, sem tapar viðureign, ekki meira við sögu í mótinu. Ef það eru n keppendur - þá liggja úrslitin ljós fyrir þegar n-1 keppendur hafa fallið úr leik (tapað). Það er því ljóst að það þurfa n-1 leikir að fara fram til að ákvarða sigurvegarann.

Answer to the tennis riddle is n-1.

1 ummæli:

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Ég get því miður ekki tekið eignarhald á lausn þessarar gátu, fór einhverjar krókaleiðir sem leiddu mig bara í ógöngur og "despair" :-)
Herra Erlendsson hinsvegar var ekki lengi að þessu og stakk strax upp á að ein lausn væri að allir bókstafir væru 0 og prósentan því 0% :-)
Hann fann hinsvegar aðra lausn sem var jazz takturinn mínus 0.5, en það gerir ráð fyrir því að H geti verið 0.