föstudagur, febrúar 23, 2007

Skólinn að byrja

Carolyn og garðurinnJæja, þá er sumarið að fara að singja sitt síðasta -- því að í næstu viku er skólinn að byrja eftir sumarfrí. Þetta er búið að vera mjög rólegt sumar og segja staðkunnugir að þetta hafi verið eitt versta sumar í manna minnum (vegna óvenju mikillar úrkomu). Mér fannst það þó mjög gott -- ekki of heitt og rigningar annað slagið til að vökva garðinn. Talandi um garðinn (sjá mynd), að þá virðist uppskeran ætla að vera með ágætum - við erum byrjuð að gæða okkur á kartöflum, gulrótum og einhverju kálmeti. Svo hef ég getað komið með fiskmeti af sjónum annað slagið: Kola, kahawai, krabba eða krækling sem hefur slæðst með í netin. Þannig að það má segja að maður hafi verið hálfgerður útvegsbóndi í sumar.
Carolyn og eplatréð Svo er eplatré í garðinum (sjá mynd) og Carolyn hefur þrisvar sinnum gert epplapæ sem eru rosalega góð með rjóma - en hann þurfum við að kaupa því við erum víst ekki með neina mjólkandi belju.
Bissnissinn hjá Carolyn hefur hægt og rólega verið að aukast í sumar - og hún er nú með kúnna alla daga nema sunnudaga og oft marga á dag. Kiwi-arnir virðast því kunna að meta Pilates-ið og stúdíóíð hennar, sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum í húsinu sem við leigjum. Það gefur því góð fyrirheit fyrir veturinn.
Ég hef líka verið að dunda mér við það í sumar að öðlast fólksflutningaleyfi og ný-sjálenskt bílpróf og hef auk þess tekið próf sem gefur réttindi til að keyra leigubíl í Christchurch - sem getur við gott með skólanum - til að eiga nú örugglega pening fyrir áfengi (með kartöflunum).
Læt þetta duga í beli...

2 ummæli:

jazz sagði...

...well look at you carolyn,
a true farmer's wife... :D
...baking apple pies and
everything...
...i think you should consider
getting that milking cow...
...maybe import some icelandic
lambs...
...and then taking a picture
like the one with the farmer
couple holding a pitchfork...
:D
...good luck with school, einar!

Nafnlaus sagði...

hæ!
Þið eruð aldeilis farin að skjóta rótum þarna á nýja sjálandi!
Ég ætti að láta nýsjálenska nágranna minn fá veffangið ykkar, því hann ætlar að gera heimildamynd um ykkur ef hann fær vinnu á einhverri sjónvarpsstöð þarna.
Einar! passaðu því stafsetningarvillurnar - annars misskilur hann kanski allt og gerir mynd um kartöflugratíneraðann kolkrabba í staðinn.
kveðja til ykkar
helga