miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Gáta númer 14 -- riddle number 14

Reipi hangir á girðingu með jafn langa enda sitt hvoru megin. Reipið vegur einn þriðja af pundi per fet. Á öðrum endanum hangir api, sem heldur á banana, og á hinum endanum hangir vigt, sem vegur það sama og apinn. Bananinn vegur tvær únsur per tommu. Reipið er jafn langt (í fetum) og aldur apans (í árum), og vigt apans (í únsum) er jöfn og aldur móður apans. Sameiginlegur aldur apans og móður hans er þrjátu ár. Hálf vigt apans, að viðbættri vigt bananans, er einn fjórði af vigt vigtarinnar og vigt reipisins. Móður apans er helmingi yngri en apinn mun verða þegar hann er þrisvar sinnum eldri en móðir hans var þegar hún var helmingi yngri en apinn mun verða þegar hann er eins gamall móður hans mun verða þegar hún er fjórum sinnum eldri en apinn var þegar hann var tvisvar sinnum eldri en móður hans var þegar aldur hennar var þriðjungur af aldri apans þegar hann var eins gamall og móðir hans var þegar hún var þrisvar sinnum eldri apinn var þegar aldur hans var fjórðungur af núverandi aldri hans. Hversu langur er bananinn?

PS Það eru 16 únsur í einu pundi.



Lausnin á lýsinga-gátunni

Gripið niður í kafla 24:
Haraldur konungur var á veislu á Mæri að Rögnvalds jarls. Hafði hann þá eignast land allt. Þá tók konungur þar laugar og þá lét Haraldur konungur greiða hár sitt og þá skar Rögnvaldur jarl hár hans en áður hafði verið óskorið og ókembt tíu vetur. Þá kölluðu þeir hann Harald lúfu en síðan gaf Rögnvaldur honum kenningarnafn og kallaðði hann Harald hinn hárfagra og sögðu allir er sáu að það var hið mesta samnefni því að hann hafði hár bæði mikið og fagurt.

Svarið er því: Haraldur hinn hárfagri

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló er enginn að ná þessu ?????

Nafnlaus sagði...

Samkv.mínum útreikningum er lengd bananans 12 tommur. Ekki er þetta þó alveg öruggt en eg þorði ekki að reikna lengur,hélt að bananinn færi að skemmast.
Hreinn

Nafnlaus sagði...

Líklega er hann bara 6 tommur
Leiðr.
Hreinn