fimmtudagur, júlí 31, 2008

Skólinn búinn

Eftir maraþon viku og hálfa þá tókst að skila mastersritgerðinni á réttum tíma. Var síðustu 30 tímana í stanslausri vinnulotu og náði að skila á síðasta klukkutímanum áður en skrifstofan lokaði. Hefði ekki verið hægt að semja betra tímaplan.
Annars er allt gott að frétta, smá gola í dag og hálfgerð flæsutíð undanfarið. Núna er hávetur og snjórinn í fjöllunum er með mesta móti hef ég heyrt, þannig að skíðafærið á víst að vera prýðilegt.
Byrja svo að vinna þann 19. ágúst hjá NIWA, þar sem ég verð að vinna undir leiðbeinandanum mínum. Þannig að nú er fyrirséð tuttugu daga frí -- spurning hvað maður á að gera í því.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili,
Hilsen,

7 ummæli:

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Til hamingju kallinn :-)

Náðir að vera nokkrum dögum á undan mér en það er bara vegna þess að það er enginn skilafrestur hérna í .dk ;-)

oh sagði...

halló!
sko þig! til hamingju!

ég er enn í baslinu, en það sér fyrir endann á því.

tilhamingju og skjáumst seinna.

Nafnlaus sagði...

Vel af sér vikið!!! ... Til hamingju með að vera búinn að skila verkinu ... Hlýtur að vera kærkomið frí þessir 20 dagar. Hér á Akureyri hefur sko verið brjálaður hiti síðustu viku, enginn vetur hér lengur.
kveðja frá Ak. Sigga.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med ad vera laus ur alögum.
Skemmtu ter vel i friinu, er ekki tilvalid ad skella ser a skidi ;)
bid ad heilsa carolyn
helga

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með skilin, hlýtur að vera góð tilfinning ;)
Og kærkomið frí......
Kv. Heiður

Nafnlaus sagði...

sloppinn...:)

Til hamingju með lokin á ritgerðinni Einar.
Verður ekki næsta ritgerð bara á tunglinu :), þú allavega kemst ekki mikið lengra í burtu frá Íslandi en þú ert núna.
En ég vona að þú og leiðbeinandinn veðrið áfram vinir í vetur.
Gott að slaka á í fríinu, nauðsynlegt eftir svona törn.
velgengniskveðjur
Silla

Ingólfur Kolbeinsson sagði...

TIl lukku með þetta. Ég hafði nú ekki of mikla trú á því að þetta myndi takast þegar planið í restina var að skrifa kafla á dag.
En þetta virðist alltaf reddast.

Kv. Ingó í sólinni