mánudagur, júní 09, 2008

Gáta númer 13 -- riddle number 13

Hverjum er svo lýst:

"Hann tók konungdóm eftir föður sinn. Þá var hann tíu vetra gamall. Hann var allra manna mestur og sterkastur og fríðastur sýnum, vitur maður og skörungur mikill. Guttormur móðurbróðir hans gerðist forstjóri fyrir hirðinni og fyrir öllum landráðum. Hann var hertogi fyrir liðinu."


Lausnin á vísna-gátunni

Bóndasonur borinn var --> Einar (ég var borinn bóndasonur)
Buxur var til skifta --> (á) einar (buxur)
Flestar konur fráskildar --> (þær eru) einar
Fjölda ekki takmarkar --> einar (sex kindur)

Svarið er því: einar

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn... búinn að ná mér í bili:) Njóttu dagsins! kveðja frá Akureyri, Sigga og co.

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Þetta ku vera Haraldur Hárfagri sem lýst er svo vel í byrjun sögu þeirrar sem nefnd er eftir honum.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med afmaelid um daginn. Vid Birna aetludum ad setja myndir a hennar sidu en tad opnast ekki sidan hennar, tess vegna erum vid buin ad vera ad skoda myndirnar ykkar. Og Birna er ad velta tvi fyrir ser af hverju tu faerd ter ekki hund? Henni finnst tu eiga ad gera tad! Hun og Logi voru annars ad synda med hofrungum i dag, vonandi getum vid sett myndirnar inn a eftir.
kv
Helga og Birna i Caribean.

Nafnlaus sagði...

hæ... líst vel á þetta með hundinn, alveg Helga og Bidda að koma með þetta comment:) En er ekkert að koma tími á nýtt blogg???. Vorum á ættarmóti um síðustu helgi að Arnhólsstöðum , alveg rífandi stemming hjá litlu börnunum sem voru í miklum meirihluta.:)
Jæja nú fer að líða að því að ég verð árinu eldri ... þú verður Lilli aftur ... kátur með það??:)
Kveðja úr ógeðis skítaveðri á Akureyri. Sigga

Nafnlaus sagði...

Var ad lesa a netinu um storm a Nyja sjalandi.
Erud tid nokkud fokin?
hh

Einar Örn sagði...

Nú, þú segir mér fréttir. Hef ekki tekið eftir neinni golu hérna