sunnudagur, apríl 27, 2008

Gáta númer 12 -- riddle number 12

Þessi gáta kemur frá Hreini...

Bóndasonur borinn var.
Buxur vart til skifta.
Flestar konur fráskildar.
Fjölda ekki takmarkar.

Sama orðið ráðning hverrar línu.


Lausnin á þrasta-gátunni

Tvisvar sinnum fjórir eru átta þannig að tvisvar fjórir og tuggugu eru tuttugu og átta. Það voru því tuttugu og átta svartþrestir sem sátu úti í rigningunni. Einn sjöundi hlutinn var skotinn, þ.e. fjórir (því tuttugu og átta deilt í sjö eru fjórir). Nú, þegar þessir fjórir fuglar voru skotnir þá flugu hinir tuttugu og fjórir í burtu þannig að eftir voru fjórir svartþrestir.

Svarið er því að fjórir svartþrestir urðu eftir.

Answer to the blackbird-riddle is: Four blackbirds remained (the twenty-four, the ones that were not shot, flew away).

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú frekar auðvelt.. EINAR !
Kv. Gústi

Nafnlaus sagði...

sammala Gusta,
alltof audvelt!!
kv
helga

Nafnlaus sagði...

Ég vil nú taka upp hanskann fyrir Einar þar sem hann er hvorki fráskilin kona, ótakmarkaður né nokkuð líkur buxum. Í besta falli er hann bóndasonur.
Silla

Nafnlaus sagði...

Hæ Einar og Carolyn,
hvenær koma nýjar fréttir og myndir frá Nýja-Sjálandi?!
Er ekki komið haust hjá ykkur?

Kveðjur yfir hnöttinn
Helga