föstudagur, apríl 04, 2008

Eyglýst eftir skrefara

Auglýsi eftir skrifara í tímabundið starf - þarf að geta hafið ströf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað.

Helstu verkefni:

Skrifa mastersritgerðina mína.

Laun:

Engin

Starfstími:

Frá og með deginum í dag til júlíloka.

Mikið er lagt upp úr góðum starfsanda. Ekki láta gott tækifæri fara forgörðum - sæktu strax um!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey... á að fara að klikka á smáatriði eins og einni mastersritgerð...? Hvað er að flækjast fyrir þér ... er það bara fingrasetningin eða jöklarnir sjálfir??
kv Sigga sys

Nafnlaus sagði...

Hér er heimatilbúin gáta handa þér Einar og auðvitað fleirum.

Bóndasonur borinn var.
Buxur vart til skifta.
Flestar konur fráskildar.
Fjölda ekki takmarkar.

Sama orðið ráðning hverrar línu.

Kv. Hreinn

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Home Broker, I hope you enjoy. The address is http://home-broker-brasil.blogspot.com. A hug.

Einar Örn sagði...

Mér dettur í hug að ráðningin á vísnagátunni sé fátækur.

Einar Örn

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.

Þetta hljómar eins og draumastarfið sem ég hef leitað að. Get byrjað í Ágúst hehe Gangi þér vel með verkefnið.

Bestu kveðjur.
Benni og co. Hvolsvelli
www.gudruningab.barnaland.is

Einar Örn sagði...

Þú ert ráðinn Benni! En þangað til - bestu kveðjur til Volshvallar.

Nafnlaus sagði...

Jæja... búin að velta þessari gátu fram og aftur ... eftir smá vísbendingu dettur mér í hug að orðið sé "einn" ... kannski út í hött.
kv Sigga