fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Gáta númer 10 -- riddle number 10

Drós kemur inn í blómabúð og kaupir x rósir fyrir y krónur (x og y eru heiltölur). Þegar hún er að fara út úr búðinni segir blómasalinn, "Ef þú kaupir tíu rósir í viðbót sel ég þér allar rósirnar á 2 krónur, og þú munt spara 80 aura fyrir hverja tylft af rósum". Finnið x og y.

A girl entered a store and bought x flowers for y dollars (x and y are integers). When she was about to leave, the clerk said, "If you buy ten more flowers I will give you all for $2, and you will save 80 cents a dozen." Find x and y.


Lausnin á punkta-gátunni

Þessi gáta reyndist auðveld fyrir Stein (en ég er enn að bíða eftir lausninni í pósinum) þannig að hér læt ég fyglja með lausn sem er ekki nálægt því jafn frumleg. En ef þið hugsið ykkur að tengja sérhverja tvo punkta saman með beinni línu og búa svo til punkt fyrir utan hringinn sem ekki snertir neina af þessum línum, þá er hægt að búa til beina línu sem er vinstra megin við hringinn og gengur í gegnum þennan punkt. Ef svo þessi lína er hreyfð yfir hringinn en alltaf látin ganga í gegnum punktinn utan við hringinn, þá fer línan alltaf yfir einn punkt í einu (vegna þess að hún er ekki ein af línunum sem tengja sérhverja tvo punkta saman). Nú er svo bara hægt að búa til kaffi og telja punktana sem línan fer yfir og stoppa þegar búið er að telja upp í milljón!

Answer to the point-riddle is: Yes, it is possible..

9 ummæli:

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Þessi er einfaldari en sú síðari en samt ekki mikið sem betur fer, maður verður að hafa smá gaman af þessu :-)

y = 1 (augljóst)
x = 5 rósir

Einar Örn sagði...

Ég var að spá í hvað lausn á síðustu gátu er tímafrek (ef maður ætlaði að nota reglustiku og blýhant). En maður þarf fyrst að gera 1.999.999.000.000 línustrik (fjöldi af mismunandi tvenndum af punktum (2000000*1999999/(1*2) )) og svo þarf maður að telja upp í milljón!
Ef hvert strik tekur 10 sekúntur og gerum líka ráð fyrir því að það taki 3 sekúntur að telja hvern punkt þá verður maður samtals 5555553611 klukkutíma að leysa þrautina!
Ef venjulegur maður vinnur frá 8 til 4 og fær hálftíma í mat og hálftíma í kaffi - tekur aldrei sumarfrí og vinnur alltaf 5 daga vikunnar, þá tæki það einn mann 3.042.055 ár að leysa þrautina!

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Það er slatti tími.

Hef ekki tíma fyrir slíka fingrafimi held ég ;)

Nafnlaus sagði...

Og hvað er maður þá búinn að drekka margar sundlaugar af kaffi?

Gleðileg jól :-)

Nafnlaus sagði...

hæ hæ
vildi bara senda ykkur jólakveðju héðan af klakanum ;-)
hafið það gott
bk
Silja "litla"frænka og familí

Nafnlaus sagði...

x=1 og
y=5 OK, ódýr blóm, fínt,
en hvað með:
x=5 og
y=50 og enn ódýrari blóm..:)

Nafnlaus sagði...

Jöklagáta nr. 1
klakakall vill mæla þykkt jökuls og finnst of seinlegt að bora, því hann vill kortleggja allan jökulinn, sem er stór, svo hann fær sér íssjá, sem sendir með henni rafsegulbylgjur gegnum jökulinn, sem endurkastast frá botni, og hann getur þá mælt tímann og þar með þykkt jökulsins, ef hann veit hraða bylgjunnar. Hraði bylgjunnar ræðst af 'ej,' torleiðnistuðli jökulsins, v=c/sqrt(ej). Þíðjökul má sem nálgun líta á sem blöndu af ís, vatni og lofti í hundraðshlutföllunum p1, p2 og p3, miðað við massa eða rúmmál, eftir hentugleikum, hvert um sig með torleiðnistuðlana e1, e2 og e3, hver er torleiðnistuðull jökulsins?

Einar Örn sagði...

Hæ Crispy,
mér sýnist að:
ej = (p1*sqrt(e1)+p2*sqrt(e2)+p3*sqrt(e3))^2

(þar sem ^2 merkir "annað veldið")

Nafnlaus sagði...

...educated guess,
veruleikinn er þó flóknari,
svo gettu betur,
kv,
c