sunnudagur, desember 23, 2007

Jólin komin -- sweeet-aas

Þá eru önnur jóin okkar að renna í garð hér niðri undir. Jólaundirbúningurinn hefur ekki verið ýkja umfangsmikill - eins og venjulega er beðið með allt fram á síðustu stundu. Fólk hér á Nýja-Sjálandi heldur ekki upp á aðfangadag og er það því venjulegur vinnudagur hér í landi. Þeir taka því ekki út jólin fyrr en á jóladag - og eru grillveislur, að mér skilst, ekki óalgengar í sólskini og sumarhita.
Við störtuðum hins vegar í dag, á Þorláksmessu, með því að fara í skötuveislu til IceBloxaranna og bragðaðist skatan betur en lyktin gaf til kynna (nema brennivínið hafi leikið á bragðlaukana). Svo verðum við hjá Lytteltonunum á aðfangadag þar sem jólin verða meðtekin af íslenskum sið og svo er okkur boðið í nýsjálenskt jóladæmi á jóladag. Og þar með er jóladagskráin upptalin (a.m.k. það sem ég man í augnablikinu).
Sendum jólakveðjur yfir hnöttinn...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta hljómar bara vel!! Annars Gleðileg jól ... heyrumst á skype í kvöld/fyrramálið...
Jólakveðja Sigga, Jóel og Maggú afmælisbarn.

Nafnlaus sagði...

Sendi ykkur mínar bestu óskir um góð jól, enda fínasta dagskrá hjá ykkur framundan.
kv
Helga

Nafnlaus sagði...

Hæ Einar og Carolyn Takk fyrir afmæliskortið gleðileg jól og hafiði það gott um jólin. Hlakka til að sjá ykkur aftur. kv. Maggi

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Já, gleðilega hátíð hérna frá klakanum!

Skákumst seinna :-)

Nafnlaus sagði...

jæja ekki kominn tími á blogg...jólauppgjör eða jöklaferðir ... ??? kv Sigga