laugardagur, október 13, 2007

Gáta númer 9 -- riddle number 9

Nákvæmlega tveimur milljónum punkta er komið fyrir innan hrings með 1 tommu radius. Er til bein lína sem skiptir punktunum til helminga, með nákvæmlega eina milljón sitt hvoru megin? Ef svo er, útskýrið hvernig það er hægt?

An array of two million points is completely enclosed by a circle having a diameter of 1 inch. Does there exist a straight line having exactly one million of these points on each side of the line? If so, why?


Lausnin á tölu-gátunni

Þessi gáta reyndist auðveld og voru allir með rétt svar. En almenn lausn fæst með því að leysa fyrir x: (x-k)*k = (x-m)*m þar sem m = 7 og k = 11. Lausnin á þessum jöfnum gefur x = k + m = 7 + 11 = 18.

Answer to the digit-riddle is: 18.

3 ummæli:

Steinn sagði...

Þetta er góð spurning. Er til bein lína sem skiptir punktunum til helminga? Þar sem ég hef ekki séð þennan hring get ég auðvitað ekki svarað því. En það mætti hugsa sér að það sé hægt að draga þessa beinu línu að því gefnu að punktunum sé komið þannig fyrir að sinnhvor helmingur þeirra sé sitthvoru megin við fyrirhugað línustæði. Þessi lína yrði nú sjálfsagt að vera grönn og ef þéttni punktana er jöfn yrði hún að vera fyrir miðju og þá 2 tommur að lengd. Einnig mætti hugsa sér að öllum punktunum væri komið fyrir í beinni línu þvert í gegnum hringinn og þá skæri línan alla punktana í tvennt og þar með væru 2 milljónir af hálfum punktum sitthvoru megin við línuna. Ég er að hugsa um að fara að teikna þetta upp. Ætli ég noti ekki aðeins stærri skala og hafi radíusinn sirka 1000 tommur svo ég fái með góðu móti séð hvað ég er að teikna. Skanni teikninguna svo inn og minnki hana í tveggja tommu hring í Photoshop og sendi þér hana í milljónfaldri upplausn. Þetta gæti tekið nokkrar mínútur. En ef að myndin kemst ekki til skila þá er það ekki mér að kenna heldur því að ljósleiðarinn til og frá Íslandi er ekki nógu og sver og þá ráðlegg ég þér eindregið að senda Samgöngumálaráðuneytinu formlegt erindi þar sem þú kerfst úrbóta enda fáránlegt að menn á sitthvoru hveli jarðar geti ekki leyst svona aðkallandi úrlausnarefni á skjótvirkan hátt.

Einar Örn sagði...

Ég bíð enn eftir myndinni...

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Þetta er bara of erfið gáta fyrir mig en ég fann lausn á netinu :-)

http://www.jstor.org/view/0025570x/di021035/02p0437m/11?frame=noframe&userID=82e16642@all.ku.dk/01c0a8346b00501ccedd7&dpi=3&config=jstor

ef þið hafið áhuga (og aðgang, þurfti að nota tölvuna upp í skóla til að skoða þetta, fékk ekki aðgang að heiman nema að borga fyrir það, er náttúrulega of nískur fyrir slíkt :-) )