mánudagur, nóvember 12, 2007

Felti

Fór í smá mælingartúr síðasta föstudag - keyrðum reyndar niður eftir á fimmtudeginum og mældum á föstudeginum. Samskonar túr og um daginn nema hvað í þetta skipti vorum við aðeins sex (í stað 30 síðast). Ég kem til með að nota þessar mælingar í mastersverkefninu og var mæld snjódýpt og eðlismassi. Einnig var komið fyrir myndavél sem mun taka sex myndir á sólarhring, til að fylgjast með snjóþekjunni.
Veðrið var alveg svakalega gott og sást Mount Cook mjög vel, en það er hæsta fjallið á Nýja Sjálandi (3756 metrar). Efri myndin er af því, tekin úr rúmlega 40 km fjarlægð. Neðri er af Tasman jöklinum, sem er stærsti jökullinn á Nýja Sjálandi (Mount Cook sést þarna vinstra megin í fjærhlíð Tasman-dalsins) og er þessi mynd tekin í þyrlunni. Fleiri myndir má sjá hér.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já... maður er ögn fróðari um NZ eftir þessa lesningu... Hvernig væri að fara ð koma með lausn á síðustu gátu?? bíð spennt!!
over and out... Segríður..

Nafnlaus sagði...

Tignarlegir tindarnir tarna. Er sjalf nuna med utsyni yfir haesta fjall Tyskalands, Zugspitzen, sem er lika yfir 3000m.

Gangi ter vel med verkefnid!
Helga