þriðjudagur, október 23, 2007

Þorrablót

Þorrablót var haldið um síðustu helgi hjá honum Mikael - og var held ég nokkuð vel sótt af íslendingum sem búa hérna í Christchurch. Nokkrar myndir er hægt að skoða hér af blótinu. Boðið var upp á hangikjöt, harðfisk, svið, hrútspunga, skötu, hákarl, kleinur, pönnukökur og kindakæfu svo eitthvað sé nefnt - og að sjálfsögðu íslenskt brennivín. Á efri myndinni er blótshaldarinn sjálfur, Mikael en neðri myndin er tekin þegar það var verið að verka kindahausana.
Kveðjur frá niðurheimum.

3 ummæli:

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Svoldid snemma/sein thorrablótin tharna megin á jördinni :-)

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegar myndir, serstaklega tar sem tu ert ad saga hausana! En einhvernveginn finnst mer einsog allt eigi lika ad vera a röngunni tarna a hvolfi! Tannig ad nordur er ekki bara sudur, heldur ut og sudur - og sudur herna megin yrdi nordur og nidur hinum megin!

Bid ad heilsa KarolinuSokkabinu!
Helga

Nafnlaus sagði...

Eru búningar alltaf á útsölu þarna meginn á hnettinum??? eða tískan bara soldið mikið á undan eða eftir???...Annars sammála helgu felgu skemmtilegar myndir...Hér á Akureyrinni er kominn vetur með sjó og kulda brrrr...ógeð´... njótið sumarsins í botn!!!... kveðja Sigga