mánudagur, júlí 02, 2007

Kaikoura

Fórum í tveggja daga ferð norður til Kaikoura um síðustu helgi og gistum þar eina nótt. Þetta er mjög fallegur staður og gott að koma þangað að vetri til þegar ekki er mikið um ferðamenn. Þarna er töluvert af sellátrum á ströndinni og að sjálfsögðu eru rollur og kýr þarna líka - eins og alls staðar annars staðar á Nýja Sjálandi.
Hægt er að skoða fleiri myndir úr ferðinni á vefmyndasíðunni. Einnig eru komnar inn myndir frá Akaroa ferðinni.
Efri myndin er tekin af fjöllunum í Kaikoura og sú neðri er tekin af sofandi sel rétt við Kaikoura.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja gott fólk nú er mánuður frá síðustu fréttum og vel það , við erum tilbúin að lesa meira og sjá nýjar myndir.
Gangi þér vel Einar Örn að baka fyrir 30 ára afmæli konunnar þinnar Góð kveðja til ykkar úr Grenihlíð 19 Sauðárkrók