þriðjudagur, júní 19, 2007

Nýsjálenskur vetur

Jæja, það er víst kominn tími til að skrefa eitthvað -- hefur svo sem ekki mikið gerst, nema að nú er önnin nánast búin og bara eitt próf eftir. Og mekið djö.... er það nú gott að fá smá vetrarfrí. Við Carolyn fórum nú samt í smá rúnt út á skagann (Banks Peninsula) um daginn. Þá voru þessar myndir teknar. Myndin af mér er tekin í suð-vestur og það sést glitta í sjóinn, sem teygir sig inn í gamlan eldgýg. Einhvers staðar á þarna líka að vera þorpið Akaroa. Myndin af Carolyn er tekin í vestur og ættu glöggir að geta séð myndatökustaðinn á efri myndinni.
Þessi skagi er mjög flottur og er talað um að íbúar Christchurch fari langt yfir skammt þegar þeir fara eitthvað annað í útilegu eða ferðalag í þeim tilgangi að komast í fallegt umhverfi. Eitthvað svipað og Skriðdalurinn fyrir Héraðsbúa...

Ég átti líka afmæli þann 17. og er það í fyrsta skipti sem ég held upp á afmælið að vetri til - eða ég hélt svo sem ekkert upp á það. Kom heim um kvöldið eftir af hafa verið að lesa undir próf allan daginn - og hafði Carolyn þá, að mér forspurðum, smalað saman afmælisgestum af götunni og bakað afmælistertu. Ég held bara að það hafi aldrei fleiri komið í afmælisveislu - þar sem ég á afmæli (fyrir utan skipulögð hátíðarhöld og útisamkomur víðsvegar á Íslandi). En þetta var bara hið skemmtilegasta kvöld...
Jæja, bið að heilsa í beli,
kveðjur frá New Zealand...

2 ummæli:

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Ja hérna hér, var búinn að steingleyma því að þú værir þjóðhátíðarbarn líka (konan hans Össa, bróður Óla Rögg, er það nefnilega). Til hamingju með það kallinn, þá ertu aftur orðinn árinu eldri en ég gamli :-)

Verst að fá enga köku!

Nafnlaus sagði...

Kallað frá Sauðárkrók. Halló , nú væri gaman að fara að fá fréttapistil og fleiri myndir . Takk fyrir . Hérna megin á jörðunni er allt við það sama. Kveðja mother