þriðjudagur, september 19, 2006

Loftsteinn skekur og skelfir

Þau undur og stórmerki gerðust hér þriðjudaginn 12. september um klukkan 15 að miklar drunur heyrðust og hús skókust og skulfu. Ég var staddur í kennslustund á þriðju hæð og var greinilega var við atburðinn. Menn höfðu það alls ekki á hreinu hvað þarna var á ferðinni - og fáir höfðu nóg hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að lofsteinn hefði hrapað til jarðar í næsta nágrenni. En það var einmitt það sem gerðist - lofsteinn átti að hafa hrapað einhvers staðar nálægt Christchurch og valdið miklum og háværum hvelli við lendinguna. Strax um kvöldið, sama dag, var vísindamaður í fréttunum að rannsaka stein sem einhver hafði fundið og talið vera loftsteinsleifar. Vísindamaðurinn var alls ekki sannfærður um að þarna væri lofsteinn á ferðinni en útilokaði nátúrulega ekkert - eins og vísindamönnum er svo tamt. Hér er hægt að lesa frétt sem ég fann um þennan atburð (og hér). Hér er vefsíða þar sem hægt er að hlusta á hvell frá svipuðum atburði frá árinu 1999.
Annars er það helst að frétta að við erum flutt í slotið. Myndin hérna er tekin af því og sjá má klettinn í bakgarðinum og það glittir í kirkjuna á hægri hönd. Við búum í bakhluta hússins en það er einnig íbúð í framhlutanum.
Þetta hús var víst um tíma munaðarleysingjaheimili og einnig prestbústaður þannig að hér hlýtur að vera gott að vera þó maður sé hvorki munaðarlaus né prestur - kemst kannski næst því að vera munaðarlaus prestur! En hér er í það minnsta mjög gott að búa - þá tvo daga sem við erum búin að vera hér...
En nú eru bara fjórar kennsluvikur eftir af önninni og allt brjálað að gera í verkefnaskilum þannig að ég hef þetta ekki lengra að sinni.
Loftsteinakveðjur, Einar og Carolyn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Munaðarlaus prestur innanum loftsteinaárás... passaðu þig svo þú endir ekki sem gift nunna á tunglinu. (kallinn þar er víst enn á lausu ;)
felga

Carolyn & Einar Örn sagði...

Mig hefur alltaf langað til tunglsins...
Einar Örn

Nafnlaus sagði...

Nohhh, alltaf thrusu stud hjá ykkur sé ég. Thad er ekki oft sem madur upplifir ad loftsteinn hrapi nidur rétt hjá.

Sé ad thid erud tilbúin ad taka á móti gestum í thessu risa húsi ykkar :-)

Thad thýdir ad madur verdur ad láta sjá sig fyrr en sídar.

Óli Jens

Carolyn & Einar Örn sagði...

Þú ert alltaf velkominn Óli -- þú gætir ef til vill fenigð þér far með næsta loftsteini...
Einar Örn