mánudagur, apríl 09, 2007

Gleðilega Páskahátíð

Sæll vert þú lesandi góður.
Það er flest með kjurrum kjörum hér á Nýja Sjálandi þrátt fyrir að páskahelgin sé nýyfirstaðin. Við treystum okkur ekki að vera heima yfir helgina því við búum við hliðina á kirkju - og við nenntum ekki að vakna upp við klingjandi kirkjuklukkanda á hverjum morgni. Þess í stað tókum við boði um skútusiglingu yfir helgina. Sigldum frá Lyttelton til Pigeon Bay - þar sem við vorum með höfuðstöðvar. Þaðan fórum við í gönguferðir á landi - tókum sundspretti í sjónum - fórum í siglingar þegar byr gaf - og sváfum og átum þess á milli í skútunni.

Veðrið var gott ef ekki er talinn með laugardagurinn - en þá rigndi aðeins og þó að byrinn hafi verið góður þann daginn þá var sjórinn nokkuð úfinn...
Myndirnar hérna eru af okkur Carolyn (efri myndin) við stýrið - og neðri myndin er af skútunni við sólsetur. Fleiri myndir eru væntanlegar innan tíðar á vefmyndasíðunni...
En alltjént - þegar allt er lagt saman - hin ágætasta helgi og góð hvíld frá hversdagslegum hlutum...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, og hvenær koma svo fleiri fréttir, kæri stóri bróðir?!