miðvikudagur, október 04, 2006

Sumartíminn kominn: GMT +13

Vaknaði upp á sunnudagsmorguninn klukkutíma seinna en ég ætlaði. Samt svaf ég jafn lengi og ég ætlaði mér. Þetta virðist í fyrstu vera mótsagnakennt -- en skýringin er sú að það tíminn á milli 2 og 3 um nóttina kom aldrei! Þannig að ef einhver spyr hvað ég var að gera á milli 2 og 3 1. október 2006 -- ja, þá veit ég svei mér ekki hverju á að svara! Þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi það að tíminn taki klukkutíma stökk í einni svipan. Hvernig ætli það verði þegar sumarið er búið - þá hljóta þeir að færa tímann aftur um einn tíma -- og þá lendir maður í því upplifa sama klukkutímann tvisar! Gæti hugsanlega verið rétti tíminn til að ræna banka -- það væri auðvelt að svara spurningunni, eiðsvarinn, frammi fyrir dómara hvar ég hefði verið á tilteknum tíma ef ég hefði um tvö jafn rétt svör að velja án þess hafa áhyggjur af því að vera að segja ósatt. Þarf að fara að plana...
Ég tók mynd (hér fyrir ofan) úr Google-Earth af svæðinu sem við búum á, Sumner í Christchurch. Þar er húsið sem við búum í merkt inná.
Var að ljúka við næst síðustu törnina í skólanum í dag. Þá tekur sú síðasta við á morgun sem endar með prófi einhvern tíman seinna í þessum mánuði. Og svo þarf maður að fara að reyna að fá sér einhverja sumarvinnu...
Carolyn er langt komin með að undirbúa tvö herbergi undir pilates kennslu - búið að mála og í næstu viku verða settir upp speglar á veggi -- og þá á bara eftir að finna fórnarlömb...
Hef þetta ekki lengra að sinni,
Einar Örn

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvenar er sumardagurinn fyrsti hjá ykkur og fyrsti vetrardagur osfrv Kveðja Inga

Nafnlaus sagði...

á ekkert að fara að setja myndir af höllinni hér inn...kv sigga

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, ég er alltaf að bíða eftir svarinu við hænugátunni. Hvort eru þetta 42 eða 28 egg ?!
eða kanski bara nokkur páskaegg !!
kv.

Nafnlaus sagði...

Svo madur vitni nú bara í mesta heimspeking 21 aldarinnar hingad til.

mmm ... páskaegg ... *sleeeeef*

Homer J. Simpson