Svona í tilefni af því að ég var að klára prófin!
Sex nemendur eru að taka próf og sitja í sömu sætaröðinni með útgönguleið við sitthvorn enda raðarinnar. Ef þeir klára prófið í handahófskenndri röð, hvaða líkur eru þá á því að nemandi verði að fara fram hjá einum eða fleiri nemanda til að komast út úr röðinni?
Suppose six students be standing an examination in a row of seats with an aisle at each end. If they finish in random order, what is the probability that a student will have to pass over one or more other students in order to reach an aisle?
Lausnin á trjálaufa-gátunni
Allir voru með rétt svar við þessari gátu og sennilega þarf ég að reyna að finna þyngri þrautir.
Ef við gerum ráð fyrir að n sé fjöldi allra trjáa þá getur mögulegur fjöldi laufa verið 0, 1, 2, ..., (n-1) og það er því aldrei hægt að útiloka möguleikann á því að öll trén hafi mismikinn fjölda laufa þar sem tölurnar 0, 1, 2, ..., (n-1) eru n talsins og geta því skipst á milli trjánna (sem eru n talsins). Fullyrðingin er því ósönn.
Answer to the tree riddle is False.
mánudagur, júlí 02, 2007
Kaikoura
Hægt er að skoða fleiri myndir úr ferðinni á vefmyndasíðunni. Einnig eru komnar inn myndir frá Akaroa ferðinni.
Efri myndin er tekin af fjöllunum í Kaikoura og sú neðri er tekin af sofandi sel rétt við Kaikoura.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)