Bissnissinn hjá Carolyn hefur hægt og rólega verið að aukast í sumar - og hún er nú með kúnna alla daga nema sunnudaga og oft marga á dag. Kiwi-arnir virðast því kunna að meta Pilates-ið og stúdíóíð hennar, sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum í húsinu sem við leigjum. Það gefur því góð fyrirheit fyrir veturinn.
Ég hef líka verið að dunda mér við það í sumar að öðlast fólksflutningaleyfi og ný-sjálenskt bílpróf og hef auk þess tekið próf sem gefur réttindi til að keyra leigubíl í Christchurch - sem getur við gott með skólanum - til að eiga nú örugglega pening fyrir áfengi (með kartöflunum).
Læt þetta duga í beli...