Jóladagurinn fór svo í það að melta allan þennan mat og annar í jólum fór að mestu í að skila honum til baka í holræsakerfi Christchurch borgar.
Á myndinni hér til hliðar er Carolyn með sjálfan jólaköttinn sem heimsóttir okkur óvænt og það sést glitta í jólatréð í bakgrunni (og nokkra pakka).
Carolyn gaf mér fimm vestra í jólagjöf og er ég búinn að horfa á þá alla. Einnig er ég búinn að gera nokkrar krossgátur sem ég fékk að gjöf frá Króknum og hlusta á hljómdisk Baggalúts nokkrum sinnum. Við Carolyn fengum einnig góðar gjafir frá Mikka og Rósí (landslagsmyndabók af Nýja Sjálandi) og Kiwifuglunum (bók með gönguleiðum á Nýja Sjálandi). Það er því alveg ljóst að jólasveinninn hefur fengið upplýsingar um breytt heimilisfang frá því um síðustu jól.
Hef þetta ekki lengra að sinni - jólakveðjur
3 ummæli:
Komið þið nú blessuð gaman að frétta af jólahaldinu hjá ykkur. Það var með svipuðum hætti hér á krók , nema Sigga kom ekki ,fór í austur en ekki vestur.Við Helga fórum á Tindastól á annan, það gekk vel upp en vorum í háska á leiðinni niður vegna hálku. Ég datt og var komin á all gott skrið þá náði Helga að hlaupa í veg fyrir mig og koma mér til hjálpar Hafiðp það sem best
your mother Inga
Hi guys! Just a short goodbye from Iceland. Bjössi, Paul and I (and Matti, B cousin) went into the sea this morning. Was really refreshing! Wishing you a happy new year and takk fyrir þau liðnu!
Guðni
Eliza also sends her best regards!
write in english some time, ok? hugs to you both!
Skrifa ummæli