
Nú er sumarið formlega komið því að prófin eru búin og hitinn farinn að skríða yfir 20°C á daginn. Ég hef tekið því rólega síðustu dagana og döndað mér í garðinum og líka tekið góðar svefn- og át-tarnir.
Var að pæla upp smá reit í suð-vestur horni garðsins og fyrr en varði var ég búinn að finna rúmlega kíló af kartöflum. Ég hef alltaf haldið að það þyrfti að setja þær niður fyrst - en hérna megin á hnettinum er víst flest á haus - þannig að þetta hefði svo sem ekkert þurft að koma mér á óvart.

Myndirnar hérna við hliðina eru teknar af garðinum, sú efri er tekin fyrir norðan húsið í vestur og sú neðri er tekin í suður við norð-vestur horn hússins. Skúrinn á myndinni er ekki kamar - þó ég mígi nú stundum utan í hann þegar enginn sér til - heldur er þarna á ferðinni skúr sem hefur að geyma alls konar garðdót og annars konar drasl.
Hef þetta ekki lengra að sinni,
kveðja,
Einar Örn
2 ummæli:
Dear Einar og Carolína
Það er mjög gaman að fylgjast með á blogginu Umhverfið virkar dálítið stórbrotið. Ég gæti alveg hugsað mér að sjá fleyri myndir
Hafið það sem best
Inga
Gleðilegt sumar. Þetta eru líklega kartöflurnar sem ég setti niður í vor. Það er ofur eðlilegt að þær spíri niður á við þegar kólna fer hjér norður frá. Allavega fann ég þær ekki þegar ég ætlaði að taka þær upp á dögunumm en aftur á móti fann ég þar stæka pissulykt. Ég bara spyr: Er þetta það sem þið kallið hnattvæðingu?
Skrifa ummæli