
Á leiðinni til baka, í gegnum Arhtur's Pass, var aðeins kaldara þannig að það snjóaði í þrúhundruð metrum yfir sjávarmáli. Við þurftum því að setja keðjur undir bílinn yfir skarðið því hér er notkun nagladekkja bönnuð. Arthur´s Pass, eða Arthurs skarð, er fallegt skarð sem vegurinn þræðir sig í gegnum. Hæsti punktur á veginum er rúmlega níu hundruð metrar yfir sjávarmáli. Þar var því töluverður snjór og loksins var eitthvað sem minnti mann á þá staðreynd að hér er vetur!
Við stoppuðum í Broken River á leiðinni heim til að grafa snjógrifjur og fara á skíði. Myndin hérna er frá Broken River -- ekki amalegt útsýni þegar skyggnið er gott.
kv, Einar Örn
4 ummæli:
Sæll Einar!
Flott síða! Bjössi var að benda mér á hana. Sjósundið í morgun fínt og hressandi. Keypti nýjan hitamæli í stað þess sem fór í hafið síðast. Hann er með krókódílshaus og þér til heiðurs mun ég nefna hann Einar. Maður getur þá alltaf sagt "Einar segir að sjórinn sé 10 gráður", og þá ertu hérna enn með oss í anda...
Bestu kveðjur!
Guðni
Blessaður Guðni,
takk fyrir innlitið. Ekki amalegt að við af því að hitamælir hafi verið nefndur eftir mér! Ég vona bara að þú eigir oft eftir að mæla lágt hitastig með honum "Einari".
Þú mátt alveg túa því að mér verður enn kalt á sunnudagsmorgnum klukkan 10 að íslenskum tíma. Ég reyni kannski að hlýja mér í sjónum hérna við tækifæri...
Kv, Einar Örn.
I suppose it takes a lot of holy water to mend a Broken River.
May the force be with you.
Dear Carlyon and Einar,
I wish you all good luck with new life in NZ.
your new place sounds really nice and released some nervouness of my new place. as I almost forget to have the positive sight view around the world. :)hehe.. now I can smile again as I was almost ready to fight my flatmates today.. hohohoh..
kiss and big hug from Lovely Jackie in Taiwan.
Skrifa ummæli