Jóladagurinn fór svo í það að melta allan þennan mat og annar í jólum fór að mestu í að skila honum til baka í holræsakerfi Christchurch borgar.
Á myndinni hér til hliðar er Carolyn með sjálfan jólaköttinn sem heimsóttir okkur óvænt og það sést glitta í jólatréð í bakgrunni (og nokkra pakka).
Carolyn gaf mér fimm vestra í jólagjöf og er ég búinn að horfa á þá alla. Einnig er ég búinn að gera nokkrar krossgátur sem ég fékk að gjöf frá Króknum og hlusta á hljómdisk Baggalúts nokkrum sinnum. Við Carolyn fengum einnig góðar gjafir frá Mikka og Rósí (landslagsmyndabók af Nýja Sjálandi) og Kiwifuglunum (bók með gönguleiðum á Nýja Sjálandi). Það er því alveg ljóst að jólasveinninn hefur fengið upplýsingar um breytt heimilisfang frá því um síðustu jól.
Hef þetta ekki lengra að sinni - jólakveðjur